BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Andrea Rut Bjarnadóttir gengur til liðs við Breiðablik

23.11.2022 image

Grafík: Halldór Halldórsson

Andrea Rut Bjarnadóttir hefur skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.

Andrea er sóknarsinnaður leikmaður sem getur bæði leikið á miðju sem og á kanti.

Andrea er 19 ára gömul og hefur verið með stoðsendingahæstu leikmönnum efstu deildar síðastliðin þrjú tímabil.

Hún hefur leikið 135 leiki fyrir meistaraflokk Þróttar og skorað í þeim 34 mörk.

Andrea á að baki einn A-landsleik fyrir Íslands hönd auk þess sem hún hefur leikið fjölmarga unglingalandsleiki.

Það er gleðifréttir fyrir okkur Blika að fá þennan öfluga leikmann til liðs við okkur. Við bjóðum Andreu hjartanlega velkoma í Blikafjölskylduna.

image

Ásmundur Arnarson þjálfari og Andrea Rut Bjarnadóttir handsala hér samkomulagið.

Til baka