BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Andrea Mist til Breiðabliks

22.01.2021

Andrea Mist Pálsdóttir hefur skrifað undir hjá Breiðabliki og mun leika með liðinu á næsta tímabili á láni frá FH.

Andrea Mist er 22 ára gömul og leikur oftast sem miðjumaður. Hún er uppalin á Akureyri og hefur lengst af leikið með Þór/KA á sínum ferli. Andrea lék sem lánsmaður hjá austurríska liðinu FFC Vorderland veturinn 2019. Í janúar 2020 gekk hún til liðs við Oribicia Calcio í Serie A deildinni á Ítalíu. Vegna heimsfaraldursins kom hún hins vegar aftur heim til Íslands og samdi við FH þar sem hún lék síðastliðið sumar. Andrea lék vel hjá FH og skoraði fimm mörk í 13 leikjum í deild og bikar.

Alls hefur Andrea leikið 121 leik í deild og bikar á Íslandi og skorað 22 mörk. Þá á Andrea að baki þrjá landleiki með A-landsliði Íslands auk 30 leikja með yngri landsliðum Íslands.

Blikar eru hæstánægðir að fá Andreu í Kópavoginn, enda hér á ferðinni frábær leikmaður. Við hlökkum til að sjá hana í græna búningnum í sumar.

Til baka