BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Ana Victoria Cate ráðin styrktarþjálfari meistaraflokks kvenna

18.11.2022 image

Ana Victoria Cate hefur verið ráðinn styrktarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Breiðablik.

Ana er íþróttafræðingur að mennt auk þess sem hún er með einkaþjálfararéttindi og hefur menntað sig töluvert á sviði styrktarþjálfunar. Ásamt því að koma inn í þjálfarateymi meistaraflokks kvenna mun hún einnig vera styrktarþjálfari hjá Augnablik kvenna.

Ana býr yfir mikill reynslu sem leikmaður. Hún kom til Íslands árið 2014 og lék með FH, Stjörnunni, HK/Víkingi og KR áður en hún lagði skóna á hilluna eftir keppnistímabilið 2020. Á leikmannaferli sínum varð hún bæði Íslands- og bikarmeistari. Ana á einnig langan landsliðsferil að baki en hún lék með landsliði Nicaragua á tímabilinu 2010-2016. Ana var styrktarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Stjörnunni tímabilin 2017 og 2018 og hjá HK/Víkingi tímabilið 2019 samhliða því að spila.

Við erum gríðarlega spennt fyrir því að fá Önu til starfa og bjóðum hana hjartanlega velkomna í Blikafjölskylduna.

image

Meistarflokkur kvenna 2022

Til baka