BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Alexandra Jóhannsdóttir til Breiðabliks á láni

11.05.2022 image

Alexandra Jóhannsdóttir er komin heim til Breiðabliks á láni frá Eintracht Frankfurt út júní mánuð. Hún mun spila með Blikum fram að Evrópumótinu í sumar en þar verður hún í eldlínunni með íslenska landsliðinu. Eftir Evrópumótið heldur hún svo aftur til Frankfurt.

Alexandra sem er 22 ára gömu lék síðast með Breiðablik keppnistímabilið 2020. Í janúar árið 2021 hafði hún vistaskipti til Eintracht Frankfurt þar sem hún hefur leikið undanfarin tvö tímabil.

Alexandra varð Íslandsmeistari með Blikum árin 2018 og 2020 auk þess að verða Bikarmeistari 2018. Hún hefur leikið 88 leiki fyrir meistaraflokk Breiðablik skorað í þeim 44 mörk. Alexandra hefur leikið 23 A-landsleiki fyrir íslands hönd og skorað í þeim 3 mörk.

Það er mikið fagnaðarefni fyrir okkur Blika að þessi öflugi leikmaður verði með okkur næstu vikurnar og getum við ekki beðið eftir því að sjá Alexöndru aftur í grænu treyjunni. Velkomin heim Alexandra.

image

Ásmundur Arnarson þjálfari og Alegandra handsala hér samkomulagið.

Til baka