BREIÐABLIK STUÐNINGSMANNAVEFUR

Agla María framlengir!

12.03.2021

Landsliðskonan Agla María Albertsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Breiðablik.

Agla María er 21 árs gömul en afskaplega reynslumikil. Hún á að baki 92 leiki með Breiðabliki, hefur í þeim skorað 73 mörk og verið í lykilhlutverki síðan hún sneri aftur til uppeldisfélagsins fyrir þremur árum.

Síðan þá hefur hún hjálpað Blikum að tveimur Íslands- og bikarmeistaratitlum. Þá hefur hún spilað 33 leiki með A-landsliðinu og þar áður 27 leiki með yngri landsliðum.

Ekki þarf að fjölyrða um hversu ánægjuleg tíðindi það eru að Agla María verði áfram í Kópavoginum, enda hefur hún verið meðal bestu leikmanna landsins síðustu ár og átt fast sæti í landsliðinu.

Það verður gaman að fylgjast áfram með henni í græna búningnum að hrella varnarmenn með tækni sinni og snerpu, auk þess sem hún er mikilvæg fyrirmynd fyrir yngri iðkendur innan félagsins

Til baka