BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Vígið okkar í Smáranum

26.09.2021 image image

Vígið okkar í Smáranum stóð sannarlega undir nafni í sumar.

Við unnum 10 heimaleiki í röð í Pepsi Max deildinni 2021 með markatöluna 32-1.

Ef við teljum Evrópuleiki með eru sigrarnir 12 talsins.

Þetta mikla vígi hefur skilað 19 sigrum af 20 mögulegum á öllum mótum ársins. Fimm leikjum lauk með 4-0 sigri, tveir fóru 3-0 og tveir 2-0. Aðeins Skagamönnum tókst að troða inn marki þegar við sigruðum þá 2-1.

Við höfum aldrei fengið jafn mörg stig í deild hinna bestu, 47 talsins, stigi meira en árið 2015.

Við skoruðum 55 mörk en það er það þriðja mesta í sögu 12 liða deildar og 101 mark í 39 mótsleikjum ársins en fyrra metið var 92 mörk í 46 leikjum árið 2013. Mörkin skiptast þannig á milli móta: FótboltiNet: 17 mörk. Lengjubikarinn: 18 mörk. Evrópukeppni: 11 mörk. Pepsi Max: 55 mörk.

Við getum því þrátt fyrir allt verið ánægð með okkar menn í sumar. Við fengum blússandi sóknarbolta, mikið af mörkum en vorum auðvitað grátlega nærri því að ná Íslandsmeistaratitlinum.

Óskar Hrafn og Halldór Árnason verða hjá okkur næstu fjögur ár og það er full ástæða til að hlakka til komandi tíma í víginu okkar í Smáranum. 

image

Sigurleikirnir tíu í Pepsi Max 2021 í tímaröð:

Til baka