BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Úrslit forkeppni Meistaradeildar UEFA 2023/24: Buducnost Podgorica – Breiðablik

28.06.2023 image

Sigurvegarar undanúrslitaleikja forkeppni Meistaradeildar karla á þriðjudaginn var - Budućnost Podgorica og Breiðablik - leika til úrslita í forkeppninni. Flautað verður til leiks á Kópavogsvelli kl.19:00 á föstudagskvöld. 

Sigurvegari úrslitaleiksins á föstudaginn tryggir sig áfram í fyrstu umferð í undankeppni Meistardeildar karla í fótbolta 2023/24. Andstæðingurinn þar er Shamrock Rovers frá Írlandi. Leikdagar eru 11. og 18. júlí.

Liðið sem tapar úrslitaleiknum tekur þátt í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar 2023/24. Leikdagar eru 23. júlí og 3. ágúst 2023. Andstæðingur er Žalgiris Vilnius eða Struga. 

Úrslitaleikurinn

Breiðablik tekur á móti Budućnost Podgorica á Kópavogsvelli á föstudaginn í úrslitaleik forkeppni Meistradeildarinnar 2023/24. Flautað verður til leiks kl.19:00!

Miðasala er á Tix.is 

Græna stofan opin fyrir leik, börger á grilli, rjúkandi kaffi og góðmeti í sjoppunni. Minnum á að árskort gilda ekki á leikinn og Glersalurinn er lokaður. Blikaklúbburinn kynnir og selur Evrópu trefla og annan Breiðabliksvarning.

Slóð í beina textalýsingu UEFA frá leiknum. Textalýsing.

Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport fyrir þá stuðningsmenn sem ekki eiga heimangengt - útsending hefst kl.18:50!

Dómarar eru frá Póllandi. Aðaldómari: Krzysztof Jakubik. Aðstoðardómarar: Tomasz Niemirowski og Arkadiusz Wójcik. Fjórði dómari: Wojciech Myc. Myndbandsherbergi: Pawel Pskit og Pawel Malec.

Um andstæðinginn

Budućnost Podgorica er knattspyrnufélag frá Podgorica í Svartfjallalandi. Félagið var stofnað árið 1925 og spilar nú í efstu deild í Svartfjallalandi. Frumraun félagsins í efstu deild var í júgóslavnensku fyrstu deildinni árið 1946. Síðan Svartfjallaland fékk sjálfstæði árið 2006 hefur félagið unnið 6 Svartfjallalandsmeistaratitla og 4 Svartfjallalandsbikara. Heimasíða Budućnost Podgorica.

Saga FK Buducnost í Evrópuleikjum

Budućnost Podgorica er sá Svartfjallalandsklúbbur sem er með flesta leiki og tímabil í Evrópukeppnum. Frumraun félagsins í Evrópukeppni var árið 1981 þegar félagið lék í Intertoto Cup og enduðu í fyrsta sæti. Á næstu áratugum lék Budućnost Podgorica í sömu keppni tvisvar og náði athyglisverðum sigri gegn Deportivo La Coruna árið 2006.

Eftir sjálfstæði Svartfjallalands varð Budućnost Podgorica reglulegur þátttakandi í Evrópukeppnum og lék þrjú tímabil í undankeppni Meistaradeildarinnar.

2016/17 var sigursælasta Evróputímabil félagsins. Eftir sigur á Rabotnicki frá Makedóníu var Budućnost Podgorica nærri því að slá út K.R.C. Genk en tapaði í vítaspyrnukeppni.

Stærsti sigur félagsins í Evrópukeppni var 18. júní 2005 þegar Budućnost Podgorica vann Valletta 0:5 18. júní 2005. Stærstu töp félagsins í Evrópukeppni komu 2021 þegar liðið tapar 0:4 fyrir HJK Helsinki í undankeppni Meistaradeildarinnar og 4:0 fyrir HB í Færeyjum í Sambandsdeildinni.

image

Meistarar!

Saga Blika í Evrópukeppnum

Breiðabliksliðið tekur nú þátt í Evrópukeppni fimmta árið í röð. Leikurinn við Budućnost Podgorica á Kópavogsvelli á þriðjudaginn verður 29. Evrópuleikur Blikaliðsins frá upphafi og þriðji Evrópuleikur gegn Budućnost Podgorica. Breiðablik hefur tekið þátt í Evrópukeppnum í 9 ár af 13 mögulegum - fyrst 2010 - skipting milli Evrópumóta er þessi: 

Meistardeild: 2023, 2011. Evrópudeild: 2020, 2019, 2016, 2013, 2010. Sambandsdeild: 2022, 2021.

Liðin sem Blikar hafa mætt í Evrópukeppnum:

2023: Tre Penne

2022 - Istanbul Basaksehir, Buducnost Podgorica, UE Santa Coloma

2021 - Aberdeen, Austria Wien, Racing Union

2020 - Rosenborg

2019 - Vaduz

2016 - Jelgava

2013 - Aktobe, Sturm Graz, FC Santa Coloma

2011 - Rosenborg

2010 - Motherwell

Samtals 28 leikir í 10 löndum - 11 sigrar, 5 jafntefli, 12 töp.

Flestir leikir í Evrópukeppnum:

2022: Sambandsdeild UEFA. Undankeppni: 3.umf. Istanbul Basaksehir - 2.umf. Buducnost Podgorica - 1.umf. UE Santa Coloma.

2021: Sambandsdeild UEFA. Undankeppni: 3.umf. Aberdeen FC - 2.umf. Austria Wien - 1.umf. Racing Uion.

2013: Evrópudeild UEFA. Undankeppni: 3.umf. FC Aktobe - 2.umf. Sturm Graz - 1.umf. FC Santa Coloma.

image

Meistarar!

Innbyrðis viðureignir liðanna

Í fyrra mætturst liðin í annari umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu.

Fyrri leikurinn varð sögulegur fyrir margar sakir. Gefum tíðindamanni blikar.is orðið:

"Í kvöld var efnt til hópslysaæfingar í hjarta Kópavogs, á heimavelli Breiðabliks í Kópavogsdal. Almannavarnir Svartfjallalands lögðu í senn til fórnarlömbin á æfingunni, árásarmennina og heilbrigðisstarfsfólk. Svo óvenjulega vildi til að meðan á æfingunni stóð reyndi meistaraflokkur karla hjá Breiðabliki að spila fótbolta á sama velli og æfingin fór fram. Þrír úr liði fórnarlambanna á hópslysaæfingunni féllu á eigin bragði en fótboltaliðinu tókst að skora tvö mörk undir lok æfingarinnar.

Hvernig á maður annars að segja frá óvenjulegasta fótboltaleik sem maður hefur séð, leik Breiðabliks og Budućnost Podgorica í kvöld? ...."

Nánar> Hópslysaæfing UEFA í Kópavogi

21.07 19:15
2022
Breiðablik
Buducnost
2:0
24
Evrópukeppni | Sambandsdeild UEFA - Undankeppni önnur umferð
Kópavogsvöllur | #

INTERNET (24)

Tíðindamaður blikar.is um seinni leikinn:

"Þrátt fyrir að tapa 2:1 fyrir Buducnost í seinni leik liðanna  í undankeppni Sambandsdeildar í Evrópu eru strákarnir okkar komnir áfram í keppninni. Mörkin tvö sem við settum á Svartfellinga undir lok leiksins í Kópavogi voru svo sannarlega að skila sér. Andstæðingur okkar í næstu umferð er tyrkneska liðið Istanbul Basaksehir og mæta Tyrkirnir í Kópavoginn næst komandi fimmtudag..." Nánar> Áfram í Evrópu!

Dagskráin á föstudaginn

Græna stofan verður opin fyrir leik, börger á grilli, rjúkandi kaffi og góðmeti í sjoppunni. Minnum á að árskort gilda ekki á leikinn og Glersalurinn er lokaður. Blikaklúbburinn kynnir og selur Evrópu trefla og annan Breiðabliksvarning.

Miðasala er á Tix.is 

Slóð í beina textalýsingu UEFA frá leiknum. Textalýsing.

Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport fyrir þá stuðningsmenn sem ekki eiga heimangengt - útsending hefst kl.18:50!

Dómarar eru frá Póllandi. Aðaldómari: Krzysztof Jakubik. Aðstoðardómarar: Tomasz Niemirowski og Arkadiusz Wójcik. Fjórði dómari: Wojciech Myc. Myndbandsherbergi: Pawel Pskit og Pawel Malec.

Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!

image

image

Grafík: Halldór Halldórsson

Til baka