BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Sambandsdeild UEFA 2022/2023: FK Buducnost - Breiðablik - fimmtudag 28. júlí - kl.18:30!

26.07.2022 image

Grafík: Halldór Halldórsson

Blikamenn ferðast til Svartfjallalands til að etja kappi við FK Buducnost Podgorica á þeirra heimavelli, Gradski Stadion, í Podgorica á fimmtudag í seinn leik liðanna í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar UEFA 2022/2023. 

Þetta verður krefjandi verkefni en við höfum trú á að okkar menn klári verkefnið og láti ekki hótanir og djöfulgang Buducnost manna slá sig útaf laginu.

Heimamenn eru að gera sig klára í slaginn og bjóða m.a. frítt á völlinn. „One team, one city: Entry to the match with Brejdablik is free“ skrifa þeir á heimasíðuna.

Flautað verður til leiks á Gradski Stadion í Podgorica kl.18:30!

Stöð 2 Sport 2 sýnir leikinn í beinni. Útsending hefst kl.18:15! 

Þessir voru mættir á Kópavogsvöll í síðustu viku verða örugglega í móttökunefndinni á Gradski Stadion í Podgorica á fimmtudaginn:

Um andstæðinginn

FK Buducnost er knattspyrnufélag frá Podgorica í Svartfjallalandi. Félagið var stofnað árið 1925 og spilar nú í efstu deild í Svartfjallalandi. Frumraun félagsins í efstu deild var í  júgóslavnensku fyrstu deildinni árið 1946. Síðan Svartfjallaland fékk sjálfstæði árið 2006 hefur félagið unnið 5 Svartfjallalandsmeistaratitla og 3 Svartfjallalandsbikara.

Saga FK Buducnost í Evrópuleikjum

FK Buducnost er sá Svartfjallalandsklúbbur sem er með flesta leiki og tímabil í Evrópukeppnum. Frumraun félagsins í Evrópukeppni var árið 1981 þegar félagið lék í Intertoto Cup og enduðu í fyrsta sæti. Á næstu áratugum lék Budućnost í sömu keppni tvisvar og náði athyglisverðum sigri gegn Deportivo La Coruna árið 2006.

Eftir sjálfstæði Svartfjallalands varð FK Buducnost reglulegur þátttakandi í Evrópukeppnum og lék þrjú tímabil í undankeppni Meistaradeildarinnar. 

2016/17 var sigursælasta Evróputímabil FK Buducnost. Eftir sigur Rabotnicki frá Makedóníu var FK Buducnost nærri því að slá út K.R.C. Genk en tapaði í vítaspyrnukeppni.

Stærsti sigur félagsins í Evrópukeppni var þegar FK Buducnost vann Valletta 0:5 18. júní 2005. Stærstu töp félagsins í Evrópukeppni komu í fyrra þegar liðið tapar 0:4 fyrir HJK Helsinki í undankeppni Meistaradeildarinnar og 4:0 fyrir HB í Færeyjum í Sambandsdeildinni.

image

Saga Blika í Evrópukeppnum

Leikurinn við FK Buducnost verður 25. Evrópuleikur Blikamanna frá upphafi. 

Liðin sem Blikar hafa mætt í Evrópukeppnum eru:

FK Buducnost og U.E. Santa Coloma (2022), Aberdeen FC (2021), Racing Union (2021), Austria Wien (2021), Rosenborg (2020 og 2011), Vaduz (2019), Jelgava (2016), Aktobe (2013), Sturm Graz (2013), FC Santa Coloma (2013), Motherwell (2010).

Samtals 24 leikir í 10 löndum, 10 sigrar, 5 jafntefli og 9 töp. 

Mesti árangur Breiðabliksmanna til þessa í Evrópukeppnum:

2021 Sambandsdeild UEFA - Undankeppni: 1.umf. Racing Uion. 2.umf. Austria Wien. 3.umf. Aberdeen FC

2013 Evrópudeild UEFA - Undankeppni: 1.umf. FC Santa Coloma. 2.umf. Sturm Graz. 3.umf. FC Aktobe

Blikaliðið tekur nú þátt í Evrópukeppni fjórða árið í röð.

Allt um fyrri leikinn gegn FK Buducnost:

21.07 19:15
2022
Breiðablik
Buducnost
2:0
24
Evrópukeppni | Sambandsdeild UEFA - Undankeppni önnur umferð
Kópavogsvöllur | #

INTERNET (24)

Dagskrá

FK Buducnost og Breiðablik mætast í Sambandsdeild UEFA fimmutdaginn 28. júlí kl.18:30!

Stöð 2 Sport sýnir leikinn í beinni. Útsending hefst kl.18:15!

Dómarar eru frá Wales. Aðaldómari: Tom Owen. Aðstoðardómarar: Daniel Beckett og Lewiss Edwards. Fjórði dómari er Bryn Markham-Jones.

Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!

Bein textalýsing UEFA

Mörk og atvik úr fyrri leik liðanna:

Til baka