BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Sambandsdeild UEFA 2022/2023: Breiðablik - Istanbul Basaksehir fimmtudag 4. ágúst - kl.18:45!

02.08.2022 image

Grafík: Halldór Halldórsson

Eftir samanlagðan 3:2 sigur á FK Buducnost Podgorica í 2. umferð Sambandsdeildarinnar eru Blikamenn komnir áfram í 3. umferð keppninnar.

Hið fyrnasterka lið Istanbul Basaksehir frá Tyrklandi er næsti andstæðingur okkar manna í 3. umferð undankeppni Sambandsdeildar UEFA 2022/2023. Tyrknenska liðið lagði M. Netanya liðið frá Ísrael samanlagt 2:1 í síðustu umferð. 

Fyrri leikurinn verður á Kópavogsvelli á fimmtudag kl.18:45! 

Miðasala er á Tix.is og hefst kl.12:00 í dag, þriðjudag.

Miðaverð er 3.000 kr fyrir fullorðna, 500 kr fyrir 16 ára og yngri. Þá eru örfá VIP sæti í boði á 7.900 kr, innifalið í því er matur og drykkur fyrir leik og drykkir í hálfleik. 

ATH! Samkvæmt reglum frá UEFA mega eingöngu íslenskir ríkisborgarar, handhafar kennitölu, kaupa miða á leikinn. Aðrir miðar verða ógildir. 

Græna stofan opnar 17:45, börger á grilli, rjúkandi kaffi og góðmeti í sjoppunni. Sparkvellir verða á sínum stað fyrir krakkana.

Blikaklúbburinn kynnir og selur merktan Breiðabliksvarning við inngangshlið Kópavogsvallar. 

Stöð 2 Sport sýnir leikinn í beinni fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. Útsending hefst kl.18:35.

Hlið Kópavogsvallar opna 17:45! Kópacabana mun hita upp á Spot frá 16:00 - 17:45. Söngvar verða sungnir! Kópacabana menn munu svo keyra upp stemninguna í stúkunni frá 18:00!

Um andstæðinginn

Istanbul Basaksehir FK er tyrknenskur atvinnumannaklúbbur með aðsetur í Basaksehir hverfinu í Istanbúl. Félagið er best þekkt sem Istanbul Basaksehir eða bara Basaksehir, en félagið var stofnað árið 1990 sem İstanbul Büyükşehir Belediyespor (Istanbul Metropolitan Municipality Sports Club). Liðið spilaði fyrst í efstu deild í Tyrklandi keppnistímabilið 2007-08.

Heimavöllur liðsins er Fatih Terim leikvanginum í Istanbúl:

image

Félagið er eitt af átta efstu deildar liðum með aðsetur í Istanbúl. Hin liðin eru: Besiktas, Fatih Karagumruk, Fenerbahce, Galatasaray, Istanbulspor, Kasımpasa og Umraniyespor. Basaksehir klúbburinn er tiltölulega nýr miðað við mörg önnur tyrknesk atvinnulið.

Basaksehir tóku fyrst þátt í Evrópukeppni 2016-17. 

Tímabilið 2017–18 komst liðið í umspil í undankeppni Meistaradeildar UEFA.

Í júlí 2020 var Basaksehir krýnt meistari í ‎tyrknesku Super Lig‎‎ í fyrsta skipti í sögu félagsins. ‎

Fyrsti sigur liðsins í Meistaradeildinni var 2:1 heimasigur gegn Manchester United í Meistaradeildinni 2020. 

Þekktasti núverandi leikmaður Basaksehir er án efa Mesut Özil en hann skrifaði undir 1 árs samning við Basaksehir um miðjan júní sl. Það er ólíklegt að hann komi við sögu í leiknum á Kópavogsvelli á fimmtudaginn en líklegt að hann spili gegn okkar mönnum í seinni leiknum úti 11. ágúst.

image

Frá undirskrift samningsins 14. júní 2022.

Saga Blika í Evrópukeppnum

Leikurinn við Basaksehir verður 26. Evrópuleikur Blikamanna frá upphafi. 

Liðin sem Blikar hafa mætt í Evrópukeppnum eru:

U.E. Santa Coloma og  FK Buducnost Podgorica (2022), Aberdeen FC (2021), Racing Union (2021), Austria Wien (2021), Rosenborg (2020 og 2011), Vaduz (2019), Jelgava (2016), Aktobe (2013), Sturm Graz (2013), FC Santa Coloma (2013), Motherwell (2010).

Samtals 25 leikir í 9 löndum, 10 sigrar, 5 jafntefli og 10 töp. 

Mesti árangur Breiðabliksmanna til þessa í Evrópukeppnum:

2021 Sambandsdeild UEFA - Undankeppni: 1.umf. Racing Uion. 2.umf. Austria Wien. 3.umf. Aberdeen FC

2013 Evrópudeild UEFA - Undankeppni: 1.umf. FC Santa Coloma. 2.umf. Sturm Graz. 3.umf. FC Aktobe

Blikaliðið tekur nú þátt í Evrópukeppni fjórða árið í röð.

Leikir í Sambandsdeild UEFA 2022/2023:

21.07 19:15
2022
Breiðablik
Buducnost
2:0
24
Evrópukeppni | Sambandsdeild UEFA - Undankeppni önnur umferð
Kópavogsvöllur | #

INTERNET (24)

Hvað svo?

Sigurvegara rimmunar bíður umspil um laust sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar UEFA og mætir sigurvegarinn þar annað hvort Lillestrøm frá Noregi eða Royal Antwerp frá Belgíu 18. og 25. ágúst.

image

Dagskrá

Breiðablik og Istanbul Basaksehir mætast í Sambandsdeild UEFA  fimmutdaginn 4. ágúst kl.18:45!

Miðasala er á Tix.is og hefst kl.12:00 í dag, þriðjudag.

Miðaverð er 3.000 kr fyrir fullorðna, 500 kr fyrir 16 ára og yngri. Þá eru örfá VIP sæti í boði á 7.900 kr, innifalið í því er matur og drykkur fyrir leik og drykkir í hálfleik. 

ATH! Samkvæmt reglum frá UEFA mega eingöngu íslenskir ríkisborgarar, handhafar kennitölu, kaupa miða á leikinn. Aðrir miðar verða ógildir. 

Græna stofan opnar 17:45, börger á grilli, rjúkandi kaffi og góðmeti í sjoppunni. Sparkvellir verða á sínum stað fyrir krakkana.

Blikaklúbburinn kynnir og selur merktan Breiðabliksvarning við inngangshlið Kópavogsvallar. Völlurinn opnar 17:45!

Stöð 2 Sport sýnir leikinn í beinni fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. Útsending hefst kl.18:35.

Hlið Kópavogsvallar opna 17:45! Kópacabana mun hita upp á Spot frá 16:00 - 17:45. Söngvar verða sungnir! Kópacabana menn munu svo keyra upp stemninguna í stúkunni frá 18:00!

Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!

Dómarar eru frá Finnlandi. Aðaldómarinn: Petri Viljanen. Aðstoðardómarar eru: Mika Lamppu og Mikko Alakare. Fjórði dómari er: Joni Hyytiä

Textalýsing UEFA

image

Gefðu kost á þér í blikar.is liðið

Blikar.is er óháður stuðningsmannavefur meistaraflokka Breiðabliks og nú vantar okkur fleira fólk til að sjá um að skrifa efni, setja inn efni og miðla því á samfélagsmiðlum blikar.is. 

Stuðningsmannavefurinn er mjög öflugur í allri fréttamiðlun á blikar.is vefnum og tengdum samfélagsmiðlum.

Ef þú hefur áhuga á og tíma til að gefa kost á þér í þetta lið, þá sendu okkur endilega línu á blikar@blikar.is

Miðlarnir okkar eru:

www.blikar.is

Blikar.is á Facebook 

Blikar_is á Twitter

Blikar_is á Instagram

Blikahornið á Soundcloud

Nánar um Blikar.is

Til baka