BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Sambandsdeild UEFA 2021/2022: FK Austria Vín - Breiðablik fimmtudag 22. júlí kl.16:00!

21.07.2021 image

Breiðablik mætir FK Austria Vín á þeirra heimavelli Viola Park í Vínarborg á fimmtudaginn í fyrri leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar UEFA 2021/2022 (Europe Conference League). Leikurinn er klukkan 16:00 að staðartíma hér heima (klukkan 18:00 að staðartíma í Austurríki). 

Leikurinn er í annari umferð undankeppni keppninnar. Á meðan okkar menn tengdu saman tvo sigra í röð í fyrsta sinn í Evrópukeppni, með því að leggja Racing FK Union frá Lúxemborg í tveimur leikjum, 2:3 og 2:0, sat Austria Vín hjá í fyrstu umferð. 

image

Framundan er tveggja tvegja leikja rimma gegn griðarlega sterku félagi sem FK Austria Vín er. Félagið er stofnað í mars 1911 og er því 110 ár. Liðið hefur unnið oftast í efstu deild í Austurríki eða 24 sinnum - síðast keppnistímabilið 2012/2013. Bikarmeistaratitlar FK Austria Wien eru 27.

image

Þeir Austurrísku hafa unnið sex leiki í röð í deild og æfingaleikjum sumarsins - töpuðu síðast leik 21. maí. Keppnistímabilið 2021/2022 í Austruríki hefst í lok júlí. Fyrsti deildaleikur Austria Vín er 25. júlí gegn SV Ried - sama dag og Breiðabliksliðið spilar við Keflvíkinga í Keflavík. Það verður því jafnt á komið með liðunum hvað leikjálag varðar þegar austurríkismennirnir koma í heimsókn á Kópavogsvöll fimmtudaginn 29. júlí.

Reyndar lék FK Austria Vín bikarleik við SV Spittel/Drau á laugardaginn sem þeir unnu sanfærandi 0:4 sigur. Og okkar voru í hörku leik við KR á útivelli á sunnudagskvöldið var. Leiknum lauk með 1:1 jafntefli. Nánar um þann leik hér: Grænir naglar

image

Viola Park - heimavöllur FK Austria Wien

Ekki fyrsta keppnisferð Blika til Austurríkis

Árið 2013 er Breiðabliksliðið í 2. umf undankeppni Evrópudeildar UEFA eftir að hafa lagt FC Santa Coloma að velli með 4:0 sigri á Kópavogsvelli og 0:0 út í Andorra. Ellert Hreinsson var í miklu stuði í leiknum á Kópavogsvelli. Hann skoraði þrennu og varð þar með fyrsti og eini Blikinn til að skora þrennu í Evrópuleik.

Breiðablik drógst gegn Sturm Graz frá Austurríki í 2. umf. Fyrri leiknum, á Kópavogsvelli, lauk með jafntefli, 0:0. Blikar spiuðu þéttan varnarleik í seinni leiknum gegn Sturm Graz á UPC-Arena í Graz í Austurríki og treystu á skyndisóknir. Það vara einmitt úr einni slíkri sem Ellert Hreinsson skoraði eina mark leiksins á 39'. Blikar voru þar með komnir áfram í 3. umf gegn Aktobe frá Kazakhstan. Fyrri leiknunm út lauk með 1:0 sigri heimamanna. Blikar unnu seinni leikinn á Laugardalsvelli 1:0 en urðu undir í vítaspyrnukeppni eftir framlengdan leik. 

Í viðtali við Blikahornið í apríl 2020 rifjaði Borghildur Sigurðardóttir, þáverandi formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, upp eftirminnanlegan sigur sigur Breiðabliks á Sturm Graz í Austurríki þar sem Austurríkismennirnir höfðu þegar gengið frá ferð í næstu umferð Evrópukeppninnar. Tap þeirra fyrir okkar mönnum var gríðarlegt áfall fyrir þá austurrísku. 

image

Andri Rafn Yeoman, fyrirliðinn Finnur Orri Margeirsson og markaskorarinn Ellert Hreinsson fagna sigrinum á Sturm Graz í Austrurríki árið 2013.

Dagskrá

Leikur FK Austria Vín og Breiðabliks í undankeppni sambandsdeildar UEFA 2021/2022 (Europe Conference League) á Viola Park í Vínarborg er á fimmtudaginn.

Leikurinn er klukkan 16:00 að staðartíma á Íslandi (klukkan 18:00 að staðartíma í Austurríki). 

Austrian TV (ORF) sýnir leikinn. Ekki er vitað um öruggt streymi frá leiknum í Vín sem hægt er að vísa í en verið er að vinna í þeim málum. Hér er hinsvegar linkur í beina textalýsingu UEFA frá leiknum. Meira>

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka