Borghildur Sigurðardóttir í viðtali við Blikahornið
15.04.2020Borghildur var formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks á árunum 2013-2017 og er eina konan sem gegnt hefur því starfi.
Á mjög fjölmennum aðalfundi knattspyrnudeildar í 13. febrúar 2013 var Borghildur Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Fjárstoðar kosinn nýr formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks.
Frá árinu 2017 hefur hún átt sæti í stjórn KSÍ og er einn af núverandi varaformönum sambandsins.
Eins og allir þeir sem kynnst hafa Borghildi vita þá er hún hamhleypa til verka og lætur fátt stoppa sig.
Í þessu viðtali segir hún meðal annars frá því þegar 10 lögregluþjónar í Kasakstan voru fengir til að rýma klósett til að hún gæti athafnað sig þar.
Það var þéttsetin stúkan á leik FC Aktobe og Breiðabliks 01.08.2013.
Einnig segir hún frá eftirminnilegum sigri Breiðabliks á Sturm Graz í Austurríki þar sem Austurríkismennirnir höfðu þegar gengið frá ferð í næstu umferð Evrópukeppninnar.
2013 Sturm Graz - Breiðablik 0 -1. Gunnleifur Gunnleifsson og Borghildur Sigurðardóttir fagna í leikslok.
Borghildur segir frá hugmyndum sínum varðandi stöðu íslenskrar kvennaknattspyrnu á alþjóðavettvangi og að hún útiloki ekki að hasla sér völl á vettvangi UEFA í framtíðinni.
Stoltust segist samt Borghildur vera af yngri flokka starfi Breiðabliks og þegar hún mæti á Símamótið í Kópavogsdalnum og sjái þann ótrúlega fjölda ungra þátttakenda og fleiri hundruðu sjálfboðaliða sem geri félagi eins og Breiðablik kleyft að halda þetta stærsta barna og unglingamót á Íslandi.
Mynd frá setningu Símamótsins í 34. sinn
Það er aldrei lognmolla í kringum Borghildi eins og hlustendur Blikahornsins geta kynnt sér í þessu skemmtilega viðtali!
-AP