BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Pepsi MAX deildin 2019: Fylkir – Breiðablik í Árbænum föstudagskvöld kl.19:15

12.06.2019

Eftir 12 daga árangursríkt landsleikjahlé rúllar Pepsi MAX deild karla áfram um helgina. Áttunda umferð deildarinnar fer fram á föstudag og laugardag. Topplið Breiðabliks heimsækir Fylkismenn í Árbæinn á föstudagskvöld. Flautað verður til leiks kl.19:15.

Í annað sinn í sumar fara Blikar upp í Árbæ til að spila leik í Pepsi MAX deildinni. Í þetta skipti til að spila við heimamenn í Fylki en eins og flestir vita náðist ekki að hafa Kópavogsvöll tilbúinn fyrir fyrsta heimaleik okkar manna í Pepsi MAX 2019. Meira>

Blikar spiluðu því fyrsta heimaleikinn á tímabilinu gegn Reykjavíkur Víkingum á Würth-vellinum í Árbæ og unnu þar mjög góðan 3:1 sigur. Meira>

Gott gengi Blika á Fylkisvelli

Blikum líður vel á Fylkisvelli (Würth-vellinum) - 27 sigar og 13 töp í 55 mótsleikjum frá 1978 til 2018. Meira>

Tölfræði undanfarinna ára bendir til þess að Blikaliðinu líði mög vel á Árbæjarvelli því Blikar hafa ekki tapað þar leik í efstu deild síðan 2009. Í 15 efstu deildar leikjum gegn Fylkismönnum á þeirra heimavelli hafa Blikar vinninginn í 8 leikjum gegn 3 sigrum Fylkismanna. Meira>

Tölfræðin er hinsvegar nokkuð jafnari þegar allir 30 innbyrðis leikir liðanna í efstu deild eru skoðaðir. Markatalan er hníf jöfn 41:41. 

Síðustu 5 leikir í efstu í Árbænum:

2018:  Evrópa ! – Breiðablik er mætt til leiks á ný. Nánar>

2016:  Sigur í leik þar sem Lafði lukka var í liði með okkar mönnum. Nánar>

2015:  La la í Lautinni …. er fyrirsögn umfjöllunar blikar.is. Nánar>

2014:  Ný stúka vígð … fyrsti leikur Gumma Ben með Blikaliðið. Nánar>

2013: 3 góð stig í Lautinni í mjög kaflaskiptum leik. Nánar>

Tveir leikmenn Fylkis hafa spilað í grænu treyjunni. Arnór Gauti Ragnarsson á 36 mótsleiki og 9 mörk með Breiðabliki en hann skrifaði undir samning við Fylkismenn í febrúar á þessu ári. Meira>. Markvörður Fylkismanna, Aron Snær Friðriksson, var hjá okkur Blikum árin 2015 og 2016 áður en hann gerði svo samning við Fylkismenn árið 2017. Meira>

Strákarnir okkar eru staðráðnir að sýna sýnar bestu hliðar á föstudaginn og halda efsta sætinu eftir umferðina. Við erum til alls líklegir ef liðið sýnir sama vilja, kraft og skipulag og þeir gerðu í sigurleiknum á FH í síðasta leik.Meira>

Upphitun frá Heisa hjá BlikarTV

Sjáumst öll í Árbænum á föstudagskvöld og hvetjum okkar menn til sigurs!

Flautað verður til leiks kl.19:15!

Slepptu röðinni – sæktu Stubb! Stubbur auðveldar stuðningsmönnum að kaupa miða á leiki í Pepsi Max og Inkasso deildunum, ásamt því að fylgja sínu liði. Smelltu hér til að ná í appið í dag.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka