BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Pepsi MAX 2020: Breiðablik - ÍA

24.07.2020 image

Pepsi MAX deild karla 2020. Breiðablik - ÍA á Kópavogsvelli sunnudagskvöld kl.19:15!

9. umferð Pepsi MAX karla verður leikin á sunnudag og mánudag. Við fáum Skagamenn í heimsókn á Kópavogsvöll á sunnudagskvöld. Flautað verður til leiks kl.19:15.

Liðin eru á sama stað í stigatöflunni eftir magurt stigagengi í undanförnum leikjum. Blikar eru í 6. sæti með 11 stig en ÍA er í 8. sæti með 10 stig.

Leikurinn á sunnudaginn verður þriðji mótsleikur liðanna á þessu ári. Á síðasta degi janúarmánaðar spiluðu liðin úrslitaleik .net mótsins 2020 á Kópavogsvelli og fóru leikar þannig að Skagamenn unnu þennan ótrúlega leik með 4 marka mun, 2:5.

Á síðasta degi febrúarmánaðar voru Skagamenn aftur mættir á Kópavogsvöll nú í 3. umferð Lengjubikarsins. Þá snérist dæmið alveg við. Blikar unnu leikinn með 6 marka mun, 7:1.

Stuðningsmenn

Aftur verður að hrósa stuðningsmönnum Blika fyrir þeirra frammistöðu í stúkunni. Kópacabana piltarnir mæta á alla leiki og ger allt til hvetja liðið. Með meiri léttleika og leikgleði á vellinum og þessum öfluga stuðningi í stúkunni eigum við að geta náð hagstæðum úrslitum gegn ÍA á sunnudaginn. Snúum nú bökum saman og mætum saman á leikinn gegn Skagamönnum. Þá verður aftur gaman á Kópavogsvellinum!

image

Sagan

ÍA er það lið sem Breiðablik hefur mætt næst oftast í opinberri keppni frá upphafi. Mótsleikirnir eru orðnir 116 frá fyrsta leik liðanna í maí 1965. Skagamenn hafa sigrað 64 mótsleiki, Blikar 30 leiki og 22 leikir hafa endað með jafntefli. Meira> 

Efsta deild

Leikir í efstu deild frá upphafi (1971) eru 55. Skagamenn leiða með 32 sigra gegn 15 sigrum Blika og jafnteflin eru 8. Meira>

Blikum hefur gengið ágætlega gegn Skagamönnum á Kópavogsvelli frá endurkomu Blikaliðsins upp í efstu deild árið 2006; 6 sigrar, 1 jafntefli og 3 töp í 10 leikjum.

Síðustu 5 á Kópavogsvelli:

Leikmannahópur Breiðabliks 2020

image

Dagskrá

Það verður kaldur á krana í Grænu stofunni frá kl.17:15. Tilboðsverð fyrir Blikaklúbbsmeðlimi. Allir sem mæta snemma þurfa að hafa gildan miða á leikinn þar sem það er leikdagur. Göngum af virðingu um þann gyllta og sleppum því að fara með glösin í stúkuna.

Bestu vallarborgararnir fást í vallarsjoppunni frá kl 18.00 - ásamt því að þau bjóða uppá allskonar gúmmelaði.

Fish ‘n Chips vagn Issa vakti mikla lukku síðast og verður nú aftur á staðnum (fyrir framan pallinn) frá kl 17.30.

Sparkvellir á sínum stað fyrir krakkana.

Selt verður í 2 hólf í stúkunni og verður sér inngangur fyrir hvert hólf.

Hólf A: Stuðningsmenn Breiðabliks. Hólf B: Suðningsmenn ÍA. Einnig er selt í hólf C (gamla stúkan og grasbrekkan) en þar gildir 2 metra reglan.

Miðar seldir í gegnum miðappið Stubbur. Appið má nálgast hér: Stubbur

Leikurinn verður flautaður á kl.19:15! Veðurspáin fyrir sunnudagskvöld lofar góðu.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

image

Til baka