BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Mjólkurbikarinn 2023 / 16-liða úrslit: Þróttur R. - Breiðablik

16.05.2023 image

Leið liðanna í 16-liða úrslit 2023:

Þróttur lagði Fram 2:3 á útivelli í 32-liða úrslitum. Skýrslan: Óvæntur sigur Þróttara í Úlfarsárdal.

Blikar unnu nokkuð öruggan 0:2 sigur á Fjölnismönnum í Egilshöll. Mjólkurbikarinn: Dramatískt sigurmark í Garðabæ - Breiðablik, KA og KR áfram

Sagan

Knattspyrnufélagið Þróttur í Reykjavík er fyrsti andstæðingur Breiðabliks í mótsleik í knattspyrnu frá upphafi. Bæði félög þá nýlega stofnuð - Þróttur í ágúst 1949 og knattspyrnudeild Breiðabliks stofnuð 1957. Leikurinn fór fram á gamla Melavellinum í Reykjavík:

07.06 18:00
1957
Breiðablik
Þróttur
0:1
5
5
B-deild | riðill
Melavöllur | #

Þetta var skrifað í blöðin eftir leikinn 7. júní 1957: „Í kvöld leikur nýtt utanbæjarlið hér sinn fyrsta leik, Ungmennafélagið Breiðablik í Kóapvogi leikur gegn Þrótti í 2, deildarkeppninni og hefst leikurinn kl. 20,30“ – og –  „Þeir sem léku fyrir Kópavog í fyrsta leik félags þaðan í landsmóti i knattspyrnu heita: Gunnlaugur Sigurgeirsson, Ármann J. Lárusson, Ingvi Guðmundsson, Baldur Sigurgeirsson, Hilmar Bjarnason, Þorsteinn Steingrímsson, Grétar Kristjánsson, Friðbjörn Guðmundsson, Magnús Tryggvason, Sigmundur Eiríksson og Árni Kristmundsson.“  Nánari umfjöllun.

Grétar Kristjánsson, faðir Arnars Grétarsson þjálfara, var í byrjunarliði Breiðabliks í þessum fyrsta leik félagsins árið 1957. Grétar var góður framherji og skoraði 50 mörk í 113 leikjum með Breiðabliki frá 1957 til 1968. Allir synir Grétars eiga farsælan feril að baki með Breiðabliki: Jóhann Grétarsson lék 189 leiki frá 1978 til 1996, Sigurður Grétarsson lék samtals 159 leiki frá 1979 til 1983 og 1998 til 2000, Arnar Grétarsson lék samtals 289 leiki frá 1988 til 1996 og 2006 til 2010. Samanlagt eiga þeir feðgar að baki hvorki fleiri né færri en 750 mótsleiki með meistaraflokki Breiðabliks og skoruðu í þeim 194 mörk

Grétar var nýlega í viðtali við Stuðningsmannavefinn blikar.is og sagði þetta um upphafið og andstæðing okkar manna í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarkeppni KSÍ 2023 - Þrótt Reykjavík: Breiðablik sendi reyndar lið á Íslandsmót í fyrsta sinn árið 1957. Árangurinn var nú ekki til að hrópa húrra fyrir. Liðið spilaði fjóra leiki og markatalan var 3:23 andstæðingunum í vil. Grétar var þá 19 ára gamall og spilaði alla leikina. Ekki tókst honum að koma knettinum í markið það árið og segist hann helst vilja gleyma þessum leikjum. ,,Við töpuðum bæði frekar illa gegn Keflavík og gegn sameiginlegu liði Suðurnesja,“ segir Grétar og dæsir. ,,Samt þótti mér verst að tapa 0:1 gegn Þrótti. Ástæðan var sú að náfrændur mínir bræðurnir Helgi og Haukur Þorvaldssynir spiluðu þá með Þrótti. Þeir létu mann svo sannarlega heyra það og það var ferlegt að tapa á móti þeim,“ bætti hann við og greinilegt að töpin gegn Þrótti sitja enn í gamla framherjanum!  Þess má geta að Blikaliðinu tókst ekki að leggja Þróttara að velli á Íslandsmóti fyrr en árið 1970 en þá hafði Grétar lagt skóna á hilluna.

Á þeim 65 árum sem liðin eru frá þessum fyrsta mótsleik Breiðabliks í knattspyrnu hafa liðin mæst 56 sinnum í opinberri keppni í 11 manna bolta.  Niðurstaðan er nokkuð jöfn. Blikasigrar eru 25 gegn 21 - jafnteflin eru 10. Í deildarkeppni hafa liðin mæst 40 sinnum (S14, J9, T17) þar af 24 sinnum í B-deild (S8, J4, T12) og 16 sinnum í A-deild (S6, J5, T5).

Bikarleikir

Innbyrðis bikarleikir Þróttara og Breiðabliks fá upphafi eru eru fjórir. Sá fyrsti 1960 og síðasti 1987:

27.05 15:05
1987
Þróttur
Breiðablik
3:1
2
Bikarkeppni KSÍ | 1. umferð
Þróttarvöllur | #

01.07 13:08
1980
Þróttur
Breiðablik
1:2
5
Bikarkeppni KSÍ | 16-liða úrslit
Laugardalsvöllur | #

01.09 19:40
1968
Þróttur
Breiðablik
2:0
2
Bikarkeppni KSÍ | 3. umferð
Melavöllur | #

18.08 18:51
1960
Breiðablik
Þróttur
1:2
2
Bikarkeppni KSÍ | 1. umferð
Melavöllur | #

Dagskrá

Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta í Laugardalinn á fimmtudaginn og hvetja Blikaliðið til sigurs. 

Leikurinn hefst klukkan 16:00!

Miðasala á Stubbur - miðasala

Leikurinn verður sýndur í beinni á RÚV fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. 

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka