BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Lengjubikarinn 2021: Breiðablik - Leiknir R. á Kópavogsvelli föstudagskvöld kl.19:00!

10.02.2021 image

Fyrsti leikur okkar manna í Lengjubikarnum 2021 er á föstudaginn. Aftur í ár er upphafsleikur okkar í Lengjubikarnum gegn frísku liði Leiknismanna úr Breiðholtinu, sem nú eru nýliðar í Pepsi MAX deild karla 2021. Því miður er áhorfendabann þannig að stuðningsmenn liðanna geta ekki mætt á leikinn á Kópavogsvelli þrátt fyrir góðar aðstæður fyrir áhorfendur. En leikurinn verður í beinni á YouTube rás BlikarTV.

Nánar um leikinn í fyrra:

Sex sinnum hafa Breiðabliksmenn leikið til úrslita Deildabikarkeppni KSÍ (les. Lengjubikarinn) og unnið keppnina tvisvar - árið 2015 og 2013. Blikar léku til úrslita fyrsta árið sem keppnin var haldin árið 1996 í hörkuleik á Kaplakrikavelli.

Tölfræði

Breiðablik og Leiknir hafa mæst 8 sinnum innbyrðis frá fyrsta leik árið 1979:

  • Fyrsti mótsleikur liðanna var í 32-liða úrslitum Bikarkeppni KSÍ 20. júní 1979. Leikið var á Kópavogsvelli og lauk lauk leiknum með öruggum 8-0 sigri okkar manna. Nánar!
  • Sautján árum síðar er næsti mótsleikur eða árið 1996 þegar liðin mættust í Deildabikar KSÍ. Leikurinn fór fram á Smárahvammsveli. Blikar unnu leikinn 5-1. Nánar!
  • Liðin mætust svo næst í Deildabikar KSÍ árið 1999. Leikurinn fór fram á Leiknisvelli. Blikar unnu leikinn 3-0. Nánar!
  • Síðasti leikur liðanna í 32-liða úrslitum Bikarkeppni KSÍ fór fram á Leiknisvelli 15. júní árið 2000. Blikar unnu leikinn 0-4. Nánar!
  • Árið 2015 leika liðin tvo leiki í Pepsi deildinni. Fyrri leikurinn fór fram á Leiknisvelli í júní og lauk með 0-2 sigri okkar mana. Nánar! Síðari leiknum á Kópavogsvelli laukl með 0-0 jafntefli. Nánar!
  • Í maí árið 2018 mætust liðin í Bikarkeppni KSÍ og nú aftur í 32-liða úrslitum. Leikið var heimavelli Leiknismanna í Breiðaholtinu. Veðurguðirnir settu þó nokkurn svip á leikinn því hagl og sól skiptust á að slást um athyglina. Völlurinn var því vel sleipur og áttu leikmenn í smá erfiðleikum í byrjun að finna rétta snertingu á boltann. Nánar!

Reyndar eiga liðin að baki einn leik til viðbótar í innanhússmóti 1. deildar karla í nóvember 2006. Leikinn vann Breiðablik 4-0.

Leikmenn

Ekki er hægt að fjalla hér um Leiknisliðið án þesss að benda á að nokkrir núverandi leikmenn Leiknis koma frá Breiðabliki.

  • Sólon Breki Leifsson. Sólon á að baki 20 leiki í deild & bikar með Blikum.
  • Bakvörðurinn knái Ósvald Jarl Traustason var fyrst hjá Leikninsmönnum 2013 en gerði svo samning við Leiknisliðið í framhaldinu
  • Bjarki Aðalsteinsson leikur nú með Leiknisliðinu en hann var hjá Blikum 2010-2012.
  • Ernir Bjarnason. Ernir á 10 deildarleiki með Kópavogsliðinu á árunum 2014-2017.

Og okkar maður Damir Muminovich lék 18 leiki og skorði 2 mörk fyrir Leiknismenn árið 2012.

Leikurinn

Leikur Breiðabliks og Leiknis R. verður á Kópavogsvelli á föstudag 12. febrúar kl.19:00.

Því miður er áhorfendabann þannig að stuðningsmenn liðanna geta ekki mætt á leikinn á Kópavogsvelli þrátt fyrir góðar aðstæður fyrir áhorfendur.

En leikurinn verður í beinni á YouTube rás BlikarTV 

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka