BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Kristian Nökkvi seldur til Ajax

10.01.2020

Knattspyrnudeild Breiðabliks og hollenska stórliðið Ajax hafa komist að samkomulagi um vistaskipti hins unga og efnilega Kristians Nökkva Hlynssonar til Hollands. Kristian sem verður 16 ára gamall 24. janúar þykir einn af efnilegustu knattspyrnumönnum Íslands. Hann varð síðasta sumar yngsti leikmaður sem hefur spilað leik fyrir Breiðablik í efstu deild þegar hann kom inn á í leik gegn KR þá 15 ára og 248 daga gamall. Kristian á einnig að baki 3 leiki fyrir U-16 ára landslið Íslands.

Kristian Nökkvi hefur lengi verið eftirsóttur af erlendum liðum og hefur meðal annars farið til Bayern Munchen og Ajax til prufu. Nú hefur hollenska liðið orðið ofan á í baráttunni um að tryggja sér þjónustu þessa efnilega marksækna miðjumanns. Að auki hafa Breiðablik og Ajax gert samstarfssamning um samstarf á komandi árum.

Blikar óska Kristian Nökkva til hamingju með samninginn og hlakka til að fylgjast með honum þroskast og dafna sem knattspyrnumaður hjá þessu þekkta hollenska stórliði.

Til baka