BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

ÍBV - Breiðablik í PEPSI miðvikudaginn 15. jún kl. 18:00

12.06.2016

Í annað sinn á 7 dögum spila Blikar á erfiðum útivelli þegar okkar menn fara til Eyja til spila við ÍBV í Pepsi-deildinni á Hásteinsvelli á miðvikudaginn 15. júní kl.18:00.

Landslið Íslands spilar sinn fyrsta leik á móti Portúgal 14. júní en 15. og 16. júní fara fram leikir hjá þeim liðum sem taka þátt í Evrópudeildinni 30. júní og 7. júlí. Liðin sem sem þurfa að spila á meðan Ísland er á EM eru Breiðablik, ÍBV, Fjölnir, KR, Valur og FH. Önnur lið í PEPSI léku síðast sunnudaginn 5. júní og spila aftur 23. og 24.júní eftir EM.

Önnur lið sem þurfa að spila á miðvikudag og fimmtudag vegna þáttöku í Evrópudeildinni eru Valur og KR. Leikirinr, allir úr 9. umferð, eru: ÍBV-Breiðablik, Fjölnir-KR, Valur-FH. Þetta verða sannkallaðir toppbaráttu leikir því 3 af þessum liðum eiga möguleika á að ná toppsætinu fari svo að Valsmenn vinni FH á sinn leiki á Valsvelli.

Eyjamenn eru á siglingu þessa dagana með 13 stig í 4. sæti, einu sæti ofar en Blikar. Eyjamenn hafa nú unnið 3 leiki í röð, 2 leiki í Pepsi-deildinni og leikinn gegn Stjörnunni í 16 liða úrslitum Borgunarbikarsins.

Leikur ÍBV og Breiðabliks á miðvikudaginn er þriðji leikur liðanna á þessu ári. ÍBV vann 0-2 sigur í Fótbolta.net mótinu 9. Janúar. Blikar sigruðu ÍBV á Hásteinsvelli í æfinagleik helgina fyrir Íslandsmótið. Nánar um æfingaleikinn.

ÍBV og Breiðablik hafa mæst 85. sinnum í opinberri keppni. Þar til viðbótar eru mjög margir óskráðir leikir í svonefndri Bæjarkeppni liðanna. Keppni sem var leikin heima og heiman vor og haust. Keppnin hófst í kjölfar eldgossins í Eyjum enda góður vinskapur á milli Kópavogs og Vestmannaeyja.

Liðin hafa mæst 52 sinnum í efstu deild. Blikar hafa unnið 20 sinnum, 11 sinnum hefur orðið jafntefli og Eyjamenn hafa sigrað í 21 skipti. Eyjamenn eru erfiðir á heimavelli enda Hásteinsvöllur erfiðasti útvöllur fyrir Blika að heimsækja á eftir Akranesvelli þar sem Blikar sigruðu ÍA var í 16 liða úrslitum Borgunarbikarsins í vikunni sem var að líða. Nánar um leiki liðanna í efstu deild.

Arnar Grétarsson er leikmaður þegar Blikaliðið fer til Eyja árið 2006. Leikurinn var fyrsti leikur Arnars með Blikaliðinu frá árinu 1996 eða í 10 ár. Leikurinn vannst með glæsilegu marki marels Baldvinssonar. Leikurinn var jafnfram fyrsti sigurleikur Ólafs H. Kristjánssonar með Blikaliðið en Ólafur var þá að stýra sínum öðrum leik eftir að hafa tekið við Blikaliðinu af núverandi þjálfara ÍBV, Bjarna Jóhannssyni, um mitt sumar 2006. Nánar um leikinn 2006.

ÍBV fellur um deild haustið 2006 en er komið aftur meðal þeirra bestu árið 2009. Arnar Grétarsson er þá í liði Blika sem vinnur sigur með marki frá Alfreð Finnboagasyni. Nánar um leikinn 2009.

Síðan 2009 eru jafnteflin fjögur í sex leikjum og tveir tapleikir. Sá fyrri árið 2013 tapaðist 4-1 sem var fullstór sigur heimamanna í leik sem bauð upp á margt. Nánar um leikinn 2013.

Hinn tapleikurinn var í fyrra en þá unnu Eyjamenn 2-0 baráttusigur á Blikum þar sem núverandi leikmaður Blika, Jonathan Glenn, skoraði fyrra mark ÍBV á 72. mín. Nánar um leikinn 2015. Jonathan Glenn varð síðar það sumar leikmaður Blika eins og allir vita. Lánssamningurinn í fyrra kvað á um að leikmaðurinn léki ekki gegn sínum gömlu félögum þegar Eyjamenn töpuðu 1-0 í Kópavoginn í 21. umferðinni í lok september í fyrra. Jonathan var í landsliðsverkefni þegar Breiðablik og ÍBV mætust í Fotbolat.net mótinu í janúar. Glenn átti við meiðsli að stríða þegar Blikar spiluðu æfingaleikinn gegn ÍBV í Eyjum viku fyrir mót. Jonathan Glenn hefur því enn ekki fengið tækifæri til að spila í grænu treyjunni gegn gömlu felögunum í Eyjum. Það verður spennandi að sjá hverning Jonathan tekst upp á miðvikudaginn á gamla heimavellinum í Eyjum.

Í 8 efstu deildar viðureignum Breiðabliks og ÍBV á Hásteinsvelli frá árinu 2006, þegar Blikar koma upp eftir nokkur mögur ár í 1. deildinni, hefur hvort lið unnið 2 leiki og 4 leikjum hefur lyktað með jafntefli. Nánar.

Leikur ÍBV og Breiðabliks verður á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum miðvikudaginn 15. júní klukkan 18:00.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

/POA

Til baka