BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Græn viðvörun!

02.06.2023 image

02.06 19:15
2023
Breiðablik
Víkingur
2:2
28
1
A-deild | 10. umferð
Kópavogsvöllur | #

INTERNET (28)

Völlurinn opnaði á slaginu 17:30 föstudaginn 2 júní, Blikar slógu upp veislu. Pöntuðu Fish & chips vagninn frá Grindavík með nýveiddan þorsk. Blikaborgararnir voru komnir snemma á grillið og seldust í bílförmum. Röðin í Fish & cips vagninn var löng fyrir leik og gott ef það var ekki enn þá röð í vagninn eftir leik. Pub Quiz, þjálfaraspjall og fleira skemmtilegt var í gangi. Stuðningsmenn Blika voru mættir snemma og tilbúnir en stóra spurningin var hvort liðið væri það?

Veðrið var fullkomið, logn og 10 stiga hiti. Það var engin gul viðvörun i gangi eins og hafði verið á fjölmörgum leikjum hjá Blikaliðinu í fyrstu leikjum mótsins. Fullkomið kvöld fyrir stærsta leik mótsins hingað til.

Byrjunarlið Blika var sem hér segir:

image

Fyrsta 10 mínúturnar þá réðu Blikar lögum og lofum á vellinum, héldu bolta vel og náðu að pressa Víkinga vel. Birnir snær slapp í gegn en missti boltann frá sér, eftir um 13 mínútna leik kom sending upp hægri kantinn á Erling Agnarsson sem tók á rás og sendi fastan bolta fyrir markið þar sem Danijel Dejan Djuric var einn í teignum og náði að koma boltanum í markið. 1-0 fyrir Víkinga, rauð viðvörun.

Eftir 18 mínútur  þurftu Blikar að gera breytingu þegar að Kristinn Steindórsson fékk högg á sig og þufti að yfirgefa völlinn og inn á kom Ágúst Hlynsson.

Á 20 mínútu kom glæsilega sending inn fyrir vörn Víkinga og skyndilega var Stefán Ingi kominn einn í gegn, missti boltann aðeins frá sér og Ingvar Jónsson náði að verja. Þarna hefðu Blikar getað jafnað metin. Blikar náðu aftur tökum á leiknum og pressuðu Víkinga hátt, komust í álitlegar stöður en allt kom fyrir ekki. Víkingar lágu vel til baka og ætluðu að verja markið sitt. Oliver Ekroth fékk tiltal frá Ívari Orra dómara leiksins eftir að hafa stoppað Gísla, stuðningsmenn vildu gult en varð ekki að ósk sinni.

Markaskorarinn Danijel Dejan reyndi að sækja spjald á Damir eftir um hálftíma leik með leikaraskap en uppskar að launum gult spjald fyrir leikaraskap. Vel dæmt!

Þegar 35 mínútur voru liðnar þá missti Hansen boltann á miðjunni, Höskuldur náði honum og brunaði upp völlinn. Valkostir voru nokkrir en Höskuldur tók skotið sem Ingvar varði í markinu, minnstu munaði að hann missti boltann frá sér og þar beið Stefán Ingi en ekki kom markið.

Víkingar voru lítið með boltann og brutu ítrekað af sér, reyndu að tuða í dómaranum þegar að hann flautaði. Þegar 5 mínútur voru eftir renndi Halldór Smári sér í Stefán Inga sem lá eftir. Halldór hlaut að launum gult spjald. Höskuldur svaraði til baka þegar að hann keyrði aftan í Pablo en fékk tiltal frá Ívari Orra.

Rétt áður dómari leiksins flautaði til hálfleiks þá misstu Blikar boltann klaufalega fyrir utan teiginn og Víkingar tóku rás, boltinn barst út á vinstri kantinn þar Birnir Snær Ingason beið. Hann tók eina snögga hreyfingu og setti boltann svo af öryggi í fjærhornið. Staðan orðin 2-0 og þessi rauða viðvörun lent á Kópavogsvelli með tilheyrandi vandræðum. Hálfleikurinn kom og staðan var slæm, það var ljóst að Blikar þurftu að fá strákana brjálaða í seinni hálfleiki. Mikið var rætt um þetta fræga þriðja mark.

Seinni hálfleikur fór af stað gerði full rólega fyrir minn smekk. Víkingar ætluðu að spila sömu taktík, tóku langan tíma í flestar aðgerðir og planið var augljóst. Drepa leikinn en reyna að ná skyndisóknum sem myndu skila þessu þriðja marki.

Myndi markið koma hjá Blikum eða ekki, á 53 mínútu kom Viktor Karl með geggjaða sendingu inn í teiginn þar sem Stefán Ingi var einn og óvaldaður. Tók fastan skalla að marki sem sneiddi boltann framhjá markinu. Óheppinn.

Nú færðist hasar í leikinn, Blikar sóttu en skyndilega var Birnir Snær kominn einn í gegn. Viktor Örn hljóp hann uppi og Blikar unnu boltann. Fóru jafn harðan í sókn og komust í fínt færi þegar Ágúst Eðvald Hlynsson sendi fallegan bolta fyrir og Stefán Ingi skallaði aftur en Ingvar varði boltann, missti hann aftur frá sér en slapp fyrir horn. Blikar keyrðu áfram á Víkinga og Viktor Karl var felldur af Loga Tómassyni. Upp úr aukaspyrnunni náði Gísli skalla að marki sem endaði í stönginni, frákastið tók Höskuldur en Víkingar náðu að koma sér fyrir skotið á mark teig. Þetta var erfitt, klukkutími liðinn.

Víkingar brunuðu upp völlinn og fengu horn, náðu skoti sem fór af varnarmanni og fengu annað horn. Pablo stillti upp boltanum og negldi inn í teiginn, boltinn skoppaði í gegnum allan pakkann og endaði bakvið markið.

Blikar þurftu að fara að ná inn markinu til að geta snúið þessum leik við, voru breytingar fram undan eða ætlaði Óskar að halda óbreyttu liði? Gísli tók af skarið, Pablo sá engan annan kost í stöðinni en að taka hann niður og sótti 3 gula spjald Víkinga.

Blikar voru ekki með neitt gult spjald á þessum tímapunkti en Birnir Snær keyrði á vörnina og Damir fór seint í hann, fékk að launum gult spjald og Víkingar á sama tíma aukaspyrnu á stórhættulegum stað rétt fyrir utan teig. Allt liðið þeirra fór inn í teiginn. Danijel Dejan stóð yfir boltanum en skaut yfir beint úr spyrnunni.

67 mínútu var Óskari farið að leiðast þófið enda voru Víkingar búnir að ná ætlunarverki sínu, leikurinn mallaði áfram og lítið var að gerast. Arnór Sveinn fór af velli og inná kom Jason Daði, von mín að hann gæti með sínum hraða sprengt upp þennan leik sem var að koðna full mikið niður fyrir minn smekk.

Arnar Bergmann þjálfari Víkinga brást við þessari skiptingu með því að taka Danijel út af og setja inn Arnór Borg. Víkingar voru ennþá með leikinn í lás og Blikar náðu lítið að skapa sér af færum þrátt fyrir mikla baráttu inni á vellinum. Þeir rauðu sem reyndar spiluðu í kremuðu búningunum sínum gerðu allt sem þeir gátu til að stoppa leikinn, spörkuðu boltanum burtu eftir aukaspyrnur og tuðuðu, ekki bara leikmenn heldur þjálfarateymi líka því Arnar Bergmann þjálfari fékk gult spjald þegar um 20 mínútur voru eftir. Var þeim að takast ætlunarverkið sitt, að sigra Íslandsmeistaranna á þeirra heimavelli. Eitthvað sem þeim tókst ekki í deild í fyrra.

Við tók einshversskonar háloftabolti sem var tilviljanakenndur, Ívar Orri féll í gryfjuna og gerði svo þau mistök að gefa Víkingum innkast þegar að augljóst var að Birnir Snær rakti boltann beint út af. Víkingar náðu þarna ákveðnu mómenti og færðu sig ofar á völlinn og sóttu hornspyrnu sem ekkert kom út úr.

Núna var um korter eftir af leiknum og ljóst að eitthvað þurfti að fara að gerast ef að Blikar ætluðu sér að fá eitthvað út úr þessum leik, Víkingar héldu sínum stöðum og virtust ná að koma Blikum úr jafnvægi. Sendingar skiluðu sér ekki og pirringurinn var farinn að gera vel vart við sig.

Enn einn Víkingurinn lá niðri og markmiðið var að augljóslega að halda áfram að tefja, skiljanlegt þar sem staðan var 0-2 fyrir þá en ég viðurkenni að pirringurinn á vellinum skilaði sér upp í stúku líka.

Aukaspyrna kom hjá Blikum á 82 mínútu, Jason sótti að marki en Logi Tómasson elti hann. Boltinn fór aftur fyrir og Blikar vildu hornspyrnu en hún kom ekki. Stuttu síðar sendi Jason í gegn og þá kom spyrnan, myndu Blikar ná að minnka muninn? Nei ekki þarna en Damir skaut í Víking og boltinn aftur í horn, enn og aftur láu Víkingar niðri til að reyna að tefja. Hornið var tekið 4 mínútur voru eftir en ekkert kom út úr því. Víkingar gerðu þarna tvöfalda skiptingu markmiðið var að verja þessi 3 stig sem voru komin í pokann hjá þeim.

2 mínútur voru eftir þegar að Stefán Ingi fór af vellinum og Klæmint kom inn, leikurinn var stopp á þeim tíma enda lá Ingvar markmaður þeirra Víkinga og náði að gera í einhverjar 3 mínútur. Þetta var orðið ansi erfitt fyrir Blika, gat Klæmint framkallað kraftaverk í uppbótartíma sem var 6 mínútur?

Baráttan hélt áfram og Viktor Karl sótti að Pablo sem fór niður með tilþrifum, Viktor hlaut að launum gult spjald. Þetta var endanlega að fjara frá Blikum eða það hélt ég á þessum tímapunkti.

Blikar fengu hornspyrnu og hver annar en Gísli Eyjólfsson náði að koma boltanum í netið þegar um 94 mínútur voru á klukkunni eftir sendingu frá Besta manni Blika Höskuldi Gunnlaugssyni. Var séns, var í alvörunni séns?

Blikar brunuðu allir upp, sendingin kom fyrir og Blikar vildu fá víti þegar Klæmint fór niður og höfðu mikið til síns máls en Ívar Orri tók ekki sénsinn og dæmdi ekkert.

Pressan hélt áfram, var Klæmint að fara framkalla kraftaverkið sem allir Blikar vonuðu en enginn þorði að leyfa sér að trúa að gæti gerst þegar klukkan sló í 90 mínútur?

Kraftaverk eru sérstök, kraftaverkamörk eru sérstök. Klæmint tók sig til á 96 mínútu og skoraði með bakfallsspyrnu upp í samskeytin fjær. Ég get ekkert sagt eftir það, allt varð vitlaust á hliðarlínunni. Sölvi Geir fékk rautt, Logi Tómasson ýtti Halldóri aðstoðarþjálfara og kapp hljóp í menn. Logi fékk síðan rautt spjald eftir leik.

Dómarinn flautaði af og 2-2 jafntefli niðurstaða, með svona karakter og vilja má gera allskonar. Þegar lið koma svona til baka þá gefur það rosalega mikið, þetta er græn viðvörun!

-KIG

Myndaveisla í boði BlikarTV:

image

Til baka