BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Breiðablik - ÍBV í PEPSI mánudag 19. september kl. 16:45

17.09.2016

Leikur ÍBV og Breiðabliks á sunnudaginn er 5. leikur liðanna á þessu ári.

ÍBV hafði betur í leik liðanna í Fótbolta.net mótinu 9. janúar nánar. Blikar sigra svo í æfingaleik á Hásteinsvelli helgina fyrir mót nánar um æfingaleikinn. Fyrri leik liðanna í PEPSI á Hásteinsvelli 15. júní lauk með 0-2 sigri okkar manna þar sem bæði mörkin komu strax í upphafi leiks. Það fyrra á 3. mín og það seinna á 6. mín nánar um leikinn.  Eyjamenn slá okkar út í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins á Kópavogsvelli í byrjun júlí nánar um leikinn.

Breiðablik og ÍBV hafa mæst 87 sinnum í opinberri keppni. Þar til viðbótar eru mjög margir óskráðir leikir í svonefndri Bæjarkeppni liðanna - keppni sem var leikin heima og heiman vor og haust. Bæjarkeppnin hófst í kjölfar eldgossins í Eyjum enda góður vinskapur á milli Kópavogs og Vestmannaeyja.

Efstu deildar leikir liðanna, heima og úti, eru samtals 53. Þar er staðan er hnífjöfn. Bæði lið hafa sigrað 21 viðureign og 11 sinnum hefur orðið jafntefli. Hins vegar hafa Blikar forskot í 26 leikum á Kópavogsvelli með 14 sigra, 3 jafntefli og 9 töp.

Frá árinu 2006, í 8 efstu deildar viðureignum liðanna á Kópavogsvelli, hafa Blikar sigrað 4 viðureignir, ÍBV 2 viðureignir og jafnteflin eru 2 nánar.

Fyrri leik liðanna á Hásteinsvelli í sumar lauk með 0-2 sigri okkar manna þar sem bæði mörkin komu strax í upphafi leiks. Það fyrra á 3. mín og það seinna á 6. mín nánar um leikinn.

Leikur Breiðabliks og ÍBV verður á Kópavogsvelli á mánudag, 18. september klukkan 16:45.

Blikar ætla til Evrópu á næsta ári!

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka