BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Breiðablik - FH í Lengjubikarnum í Fífunni laugardag kl.12:15

14.03.2019

Síðasti leikur meistaraflokks karla í riðlakeppni Lengjubikarsins 2019 verður gegn FH í Fífunni á laugardaginn kl.12:15.

Leikurinn er úrslitaleikur í riðlinum. Bæði lið eru með 10 stig á toppi riðilsins en FH-ingar eru með betri markatölu eftir 1:7 sigur á Gróttu á miðvikudaginn. Blikamenn verða því að vinna leikinn til að komast í 4-liða úrslit Lengjubikarsins 23. mars.

Blikar eru með 10 stig í riðli #4 eftir 3 sigra og 1 jafntefli: 3:0 sigur á Gróttumönnum í 1. umf, 2:0 sigur á Reykjavíkur Víkingum í 2. umf, 3:4 sigur á Keflvíkingum í 3. umf, og gera 1:1 jafntefli við Haukamenn í miklum rokleik á Ásvöllum í 4. umf. Meira>

FH-ingar eru einnig með 10 stig í riðli #4 eftir 3 sigra og 1 jafntefli: FH-ingar vinna Reykjavíkur Víkinga 2:3 í 1. umf, gera 2:2 jafntefli við Keflavík í 2. umf, vinna Hauka 1:3 í 3. umf, og vinna 1:7 stórsigur á Gróttu í 4. umf. Staða & úrslit í A deild karla riðill 4.

Innbyrðis leikir Breiðabliks og FH í mótsleikjum eru 107 frá fyrsta leik liðanna árið 1964. FH hefur yfirhöndina með 49 sigra gegn 37 Blikasigrum. Jafnteflin eru 21. Meira>

Innbyrðis viðureignir liðanna í Lengjubikarnum eru níu. FH-ingar leiða þar með 7 sigra gegn einum Blikasigri og jafntefli. Meira>

Leikur Breiðabliks og FH mun fara fram við bestu aðstæður í Fífunni á laugardaginn kl.12:15.

Okkar mönnum hefur gengið vel með FHinga í undanförnum leikjum og vonandi verður engin breyting þar á.

Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!


 

Til baka