BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Blikar lagðir í Bose bikar

27.11.2015
Í Egilshöllinni í kvöld mættu Blikar liði KR í Bose bikarnum, það var róleg stemmning i mönnum og ekki mikið um átök. 
 
Helsta umræðuefnið á pöllunum var brotthvarf Kristins Jónssonar sem í dag var tilkynntur sem leikmaður Sarpsborg og ljóst að stuðningsmenn Blika sem og liðið mun sakna hans enda einn besti leikmaðurinn í Pepsideildinnni sumarið 2015.
 
Það vantaði oft herslumuninn upp á að koma sér í þokkaleg færi en því miður var lítið um þau í kvöld hjá Blikum. Það var hinsvegar 16 ára gamall KR ingur sem að stal senunni þegar að hann skoraði sigurmarkið fyrir KR. Fínt mark hjá Ástbirni Þórðarsyni sem á framtíðina fyrir sér. 
 
Blikar hafa verið að æfa vel að undanförnu og hefur meðal annars Eiður Smári æft með liðinu á meðan að hann er staddur hér á landi. 
 
Nú fer undirbúningstímabilið að fara á fullt á verður forvitnilegt að fylgjast með Blikum næstu mánuði.
 
Hér er hægt að sjá leikinn.
 
-KIG

Til baka