BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Blikar fjölga sér erlendis

04.01.2019

Blikinn Alfreð Finnbogason og konan hans Fríða Rún Einarsdóttir voru að eignast sitt annað barn í gær. Fyrir áttu þau dótturina Viktoríu sem fæddist árið 2017.

Svo voru einnig að berast þau ánægjulegu tíðindi að Sverrir Ingi Ingason knattspyrnumaður í Rússlandi og unnusta hans Hrefna Dís Halldórsdóttir ættu von á sínu fyrsta barni í júní á þessu ári.

Jóhann Berg Guðmundsson og unnusta hans Hófý Björnsdóttir eignuðust einnig dóttur í fyrra þannig að það fjölgar óðfluga ungum Blikum erlendis.

Blikar.is óskar þessum Blikum til hamingju með þessa frjósemi og við hlökkum til að sjá þessa ungu Blika koma heim að lokum og spila í græna búningnum!


 

Til baka