BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Besta deildin 2023: Valur - Breiðablik

14.04.2023 image

Valur - Breiðablik

Blikar mæta Valsmönnum á þeirra heimavelli á sunnudaginn. Flautað verður til leiks á Origo vellinum kl.19:15! 

Miðasala á Stubbur app: Stubbur

Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. 

Staðan eftir 1 umferð - Blikar lutu í gras fyrir HK í fyrsta leik

image

Sagan & Tölfræði

Keppnisleikir Breiðabliks og Vals í öllum mótum frá fyrsta leik árið 1965 eru 100. Sagan fellur með Valsmönnum sem eru með 42 sigra gegn 37 og jafnteflin eru 21.Nánar!

Innbyrðis leikir liðanna í efstu deild, fyrst árið 1971, eru 73 leikir. Valsmenn hafa unnið 30 leiki gegn 27 og jafnteflin eru 16. Nánar!

Innbyrðisleikir liðanna eru markaleikir. Samtals skora liðin 223 mörk í þessum 73 leikjum - Valsmenn skora 115 mörk gegn 108 mörkum Blika. Nánar!

Síðustu 5 leikir í efstu deild á Origo vellinum:

Blikahópurinn 2023

Í okkar leikmannahópi eru tveir leikmenn sem hafa leikið með Valsmönnum. Anton Ari Einarsson á að baki 36 meistaraflokksleiki með Valsmönnum. Ágúst Eðvald Hlynsson lék 30 mótsleiki með Val í fyrra sem lánsmaður frá AC Horsens.

Elfar Freyr Helgason söðlaði um í haust og leikur nú í rauðu. Hlynur Freyr Karlsson, sem er uppalinn Bliki, leikur nú með Valsliðinu. 

Og þjálfari Valsmanna, Arnar Grétarsson er uppalinn Bliki. Hann byrjaði að spila með meistaraflokki Breiðabliks í B-deildinni 1988 þá aðeins 16 ára gamall. Arnar er nú fimmti leikjahæsti leikmaður Breiðabliks frá upphafi með 289 leiki og 61 mark. 

Töluverðar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Blika milli ára.

Komnir: Alex Freyr Elísson frá Fram - Arnór Sveinn Aðalsteinsson kominn heim frá KR - Ágúst Eðvald Hlynsson frá Horsens (var á láni hjá Val) - Ágúst Orri Þorsteinsson frá Malmö - Eyþór Aron Wöhler frá ÍA - Klæmint Olsen á láni frá NSÍ Runavík - Oliver Stefánsson frá Norrköping (var á láni hjá ÍA) - Patrik Johannesen frá Keflavík og Stefán Ingi Sigurðarson frá HK (var á láni).

Farnir: Dagur Dan Þórhallsson til Orlando - Elfar Freyr Helgason í Val - Ísak Snær Þorvaldsson til Rosenborg - Mikkel Qvist - Pétur Theódór Árnason á láni til Gróttu - Sölvi Snær Guðbjargarson í frí - Omar Sowe til Leiknis (var á láni frá NY Red Bulls) - Adam Örn Arnarson í Fram (var á láni hjá Leikni) - Benedikt Warén í Vestra (var á láni hjá ÍA)

Óskar Hrafn Þorvaldsson er aðalþjálfari meistaraflokks karla. Óskar hefur stýrt liðinu frá árinu 2019. Halldór Árnason er aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla frá 2019. Valdimar Valdimarsson er markmannsþjálfari liðsins. Hann tók við því starfi af Ólafi Péturssyni. Aron Már Björnsson er styrktarþjálfari liðsins síðan 2016. Aron er íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Eyjólfur Héðinsson hefur verið ráðinn sem afreksþjálfari hjá elstu flokkum karla í Breiðabliki. Eyjólfur mun einnig vera í þjálfarateymi meistaraflokks karla, þar sem hann mun halda utan um aðlögun yngri leikmanna inn í meistaraflokkshópinn. Í sjúkraþjálfarateyminu eru þær Særún Jónsdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir frá Sjúkraþjálfuninni Sporthúsinu. Marinó Önundarson og Alex Tristan Gunnþórsson eru liðsstjórar meistaraflokks karla.

Leikmannahópur Breiðabliks 2023:

image

Stuðningsmaðurinn

SpáBliki 2. umferðar er fæddur og uppalinn í Kópavogi og hefur nær alla ævi verið í Breiðabliki. Hann lék með meistaraflokki árin 1976 - 1983. Spilaði 157 mótsleiki og skorað 13 mörk þ.m.t. fyrsta mark Breiðabliks í efstu deild karla á Kópavogsvelli í leik gegn Val í maí 1976, sem var jafnframt hans fyrsta mark í efstu deild.

image

Lýsing mbl á fyrsta mark Breiðabliks á Kópavosgvelli í efstu deild. Kópavogsvöllur var vígður 1975.

Þá var SpáBliki leiksins formaður knattspyrnudeildar árið 1985 og hefur starfað hjá Kópavogsbæ við uppbyggingu og rekstur íþróttamála í áratugi. Fyrst sem Vallarstjóri og síðan sem rekstrarstjóri.

Valdimar Friðrik Valdimarsson - hverning fer fer leikurinn?

Í minni æsku fóru margir strákar sem bjuggu í Kópavogi í Val. Leikir við Val hafa því alltaf verið meira en venjulegir leikir og ennþá er tenging hjá Val því Arnar Grétarsson þjálfari er uppalinn í Breiðabliki sem og Elfar Freyr Helgason. Báðir eru synir leikmanna sem gerðu garðinn frægan fyrr á árum með Blikum. Oliver Sigurjónsson Bliki og Hlynur Freyr Karlsson Val, sem er uppalinn Bliki, eru frændur. Það eru fleiri tengingar sem gaman væri að skoða en það verður að bíða betri tíma.

En hvernig fer leikurinn? Þetta er án nokkurs vafa einn stærsti leikur sumarsins og búið að tala um að þessi lið berjist um titilinn. Ég tel okkur vera sterkari og spái 0-2 fyrir Breiðablik.

Áfram Breiðablik!

image

SpáBliki leiksins gegn Val - Valdimar Friðrik Valdimarsson

Dagskrá

Miðasala á leikinn gegn Val fer fram á Stubbur appinu. 

Flautað til leiks á sunnudag kl.19:15!

Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. 

Mætum í stúkuna á Origo vellinum og hvetum liðið okkar til sigurs. 

Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!

Til baka