BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Besta deildin 2022: Breiðablik - Stjarnan

09.05.2022 image

Grafík: Halldór Halldórsson

Í pistli dagsins ...

Fimmti leikur okkar manna í Bestu karla 2022 > Blikar eru á toppnum > Fáum Stjörnumenn í heimsókn á Kópavogsvöll > Miðasala á Stubbur > Sagan: 64 mótsleikir > Gamli leikurinn: Breiðablik - Stjarnan 2010  > Blikahópurinn 2022  > BlikaLjósið í umsjón Arons Páls Gylfasonar  > Ásta B. Gunnlaugs er SpáBliki leiksins  > Dagskráin fyrir leik > Blikasigur 2021 í 4 marka leik > Gefðu kost á þér í blikar.is liðið!

Breiðablik - Stjarnan

Næsti leikur Blikamanna er gegn Stjörnumönnum úr Garðabæ.

Flautað verður til leiks á Kópavogsvelli kl.19:15!

Græna stofan opnar tímanlega, matarvagn og börger á grilli, rjúkandi kaffi og góðmeti í sjoppunni. 

Sparkvellir verða á sínum stað fyrir krakkana.

Miðasala á Stubbur app: Stubbur

Leikurinn verður sýndir á Stöð 2 Sport 4 fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. 

Kópacabana menn mæta fylktu liði á leikinn og ætla að tendra bálköst í hjörtum leikmanna, eins og þeim einum er lagið, og fá stúkuna með í stuðið!

Staðan eftir 4 umferiðir - Blikar taplausir á toppnum!

image

Sagan

Keppnisleikir Breiðabliks og Stjörnunnar í öllum mótum frá fyrsta leik árið 1970 eru 64 leikir. Blikamenn með 28 sigra gegn 25 sigrum Stjörnumanna. Jafnteflin eru 11.

Innbyrðis leikir liðanna í efstu deild, fyrst árið 1991, eru 34 leikir. Staðan er Blikamönnum í vil með 17 sigra gegn 9 sigrum Stjörnumanna. Jafnteflin eru 8.  

Stjarnan hafði betur í leikjum vetrarins. Í Bose mótinu í byrjun desember í fyrra vinna Blikar 3:2 sigur í fjörugum leik á Kópavogsvelli. Blikar tapa fyrir Störnunni 3:1 í úrslitaleik Fótbolta.net mótsins á Stjörnuvellinum í lok janúar. Í byrjun mars eru Blikar aftur mættir á Stjörnuvöll í 1. umferð Lengjubikarsins, og aftur vinnur Stjarnan í 5 marka leik. 

Síðusu 5 leikir á Kópavogsvelli gegn Stjörnunni í efstu deild:

Gamli leikurinn

Gamli leikurinn að þessi sinni er heimaleikur okkar manna gegn hvítklæddum Stjörnumönnum á Kópavogsvelli i 11. umferð fimmtudaginn 8. júlí 2010. Blikar með 20 stig á toppi deildarinnar í fyrsta sinn í 28 ár. Flott stemning í góða veðrinu á Kópavogsvelli þetta fimmtudagskvöld enda 1230 áhorfendur mættir til að fylgjast með toppliði Breiðabliks sem hafði skellt sér á toppinn 10. umferð - eftir erfiðan útileik gegn Selfyssingum á Selfossi.

Ungt lið Breiðabliks var þannig skipað í leiknum gegn Stjörnunni: Mark: Ingvar Þór Kale. Vörn: Arnór Aðalsteinsson, Finnur Orri Margeirsson, Kári Ársælsson, Kristinn Jónsson. Miðja: Guðmundir Kristjánsson, Alferð Finnbogason, Jökull I. Elísarbetarson, Olgeir Sigurgeirsson (Árni Kristinn Gunnarsson 78'). Sókn: Kristinn Steindórsson (Andri Rafn Yeoman 68'), Guðmundur Pétursson (Haukur Baldvinsson 82').

Þetta var markaleikur eins og oft þegar þessi lið mætast. Liðin höfðu skorað 35 mörk í 10 efstu deildar leikjum. Þrátt fyrir fjörugan leik var markalaust í hálflleik en það átti eftir að breytast. Á 48' er brotið á  Alfreð Finnbogasyni inn í teig. Hann tekur vítið sjálfur. 1:0 fyrir Blika. Aftur er brotið áAlfreð inn í teig og aftur er það hann sjálfur sem tekur vítið. Staðan 2:0 fyrir Blika á 55'. Á 76' leikur Alfreð laglega á aftasta varnarmann gestanna og kemur Blikum í 3:0!

Alfreð þar með búinn að skora þrennu og þar með orðinn fjórði markahæsti leikmaður Breiðabliks í efstu deild karla frá upphafi með 22 mörk. Fyrir ofan hann er Sigurður Grétarsson með 31 mark, Marel Baldvinsson og Þór Hreiðarssson með 23 mörk hvor. Á 83' er Alfreð afur á ferðinni í sókninni. Hann kemur hratt upp hægri kantinn og finnur Hauk Baldvinssson inn í teig og Haukur var ekki í vandræðum að klára færið og koma sínum mönnum í 4:0. Fyrsta snerting Hauks sem hafði komið inn á 82' fyrir Guðmund Pétursson.

Viðtal við Alfreð Finnbogason í Morgunblaðinu eftri leik:

image

image

Jökull og Alfreð höfðu góða ástæðu til að fagna góðum sigri á Stjörnunni 2010.

Blikahópurinn 2022

Leikmannahópur Breiðabliks keppnistímabilið 2022 (smella á mynd).

Í hópi gestanna er fyrrverandi leikmaður - og núverandi aðstoðarþjálfari Stjörnuliðsins - Jökull Ingason Elísarbetarson sem hefur leikið í grænu Breiðablikstreyjunni. Jökull lék 116 mótsleiki með Blikum á árunum 2010-2013. Hann varð Íslandsmeistari með Blikaliðinu 2010.

Og Ágúst Gylfason, aðalþjálfari Stjörnunar, var þjálfari meistaraflokks karla hjá Breiðabliki árin 2018 og 2019. 

Í okkar hópi er það Sövi Snær Guðbjargarson sem hefur leikið með Stjörnuliðunu. Hann lék 55 leiki og skoraði 9 mörk með Garðabæjarliðinu árin 2018 - 2021. 

Óskar Hrafn Þorvaldsson er aðalþjálfari meistaraflokks karla. Óskar hefur stýrt liðinu frá árinu 2019. Halldór Árnason er aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla frá 2019. Ólafur Pétursson er markmannsþjálfari liðsins. Ólafur hefur starfað sem markmannsþjálfari hjá Breiðabliki frá árinu 2005. Aron Már Björnsson er styrktarþjálfari liðsins síðan 2016. Aron er íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Í sjúkraþjálfarateyminu eru þær Særún Jónsdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir frá Sjúkraþjálfuninni Sporthúsinu. Og Marinó Önundarson og Alex Tristan Gunnþórsson eru liðsstjórar meistaraflokks karla

image

BlikaLjósið

"BlikaLjós leiksins" Umsjón: Aron Páll Gylfason.

Kiddi Steindórs hefur fundið skotskóna aftur eftir endurkomuna heim í Kópavoginn en Ísak Snær hefur stolið senunni í framlínunni hingað til. Kiddi er hinsvegar búinn að vera flottur í fyrstu leikjunum og einn sá besti á landinu í sinni stöðu. Er hans tími kominn til að skína gegn Stjörnunni á miðvikudag?

Ég myndi beina sjónaukanum að Kidda á miðvikudag því hann mun setja allavega 2 mörk (staðfest!).

image

Stuðningsmaðurinn

SpáBliki 5. umferðar er mesti markahrókur Breiðabliks í knattspyrnu, fyrr og síðar. Tíu sinnum Íslandsmeistari, fjórum sinnum bikarmeistari, skoraði 156 mörk í 143 leikjum í efstu deild og yfir 200 mörk á ferlinum fyrir Breiðablik. Var landsliðsmaður í 14 ár. Fastur maður í meistaraflokki Breiðabliks í 20 ár. Lék fyrst með Breiðabliki 1974 og síðast árið 2000. Var starfsmaður Breiðabliks í 24 ár. Forstöðumaður Smárans og Fífunnar í tæp 20 ár og ævinlega Bliki af lífi og sál! Knattspyrnumaður ársins 1994, fyrsta og eina konan sem fékk þann titil á meðan hann var ekki veittur bæði karli og konu.

 Ásta B. Gunnlaugsdótir – hvernig fer leikurinn?

Þetta er erfiður nágrannaslagur. Nú reynir á okkar menn, þeir hafa verið sigursælir á mótinu til þessa. En ég treysti á Blika, þeim gengur vel að skora mörk og það skiptir öllu máli, svo lengi sem maður skorar fleiri mörk en hinir.

Ég veðja á þá grænu. Það er nú svo skrítið að ég hef nú alltaf verið meira fyrir bláa litinn en þann græna, nota mikið bláa liti en fer helst ekki í græn föt. Búningurinn minn var hins vegar alltaf grænn. Nema auðvitað í landsliðinu, þá fékk ég að vera í bláu.

Ég ætla að reyna að komast á völlinn í sumar. Það er orðið miklu sjaldnar núna, af því að ég bý úti á landi. En ég held að Blikum úti á landi hafi fjölgað mikið og stuðningsnetið þar með stækkað. Svo hef ég nú oft sagt að B-ið í nafninu mínu standi fyrir Bliki!

Áfram Breiðablik!

image

SpáBlikinn Ásta B. Gunnlaugsdóttir og vinir!

Dagskrá

Græna stofan opnar tímanlega, matarvagn og börger á grilli, rjúkandi kaffi og góðmeti í sjoppunni. 

Sparkvellir verða á sínum stað fyrir krakkana.

Miðasala á Stubbur app: Stubbur

Flautað verður til leiks kl.19:15!

Leikurinn verður sýndir á Stöð 2 Sport 4 fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. 

Kópacabana menn mæta fylktu liði á leikinn og ætla að tendra bálköst í hjörtum leikmanna, eins og þeim einum er lagið, og fá stúkuna með í stuðið!

Mörkin og viðtöl við Óskar Hrafn og Kidad Steindórs eftir 4:0 heimaleik okkar manna gegn Stjörninni í fyrra: 

Gefðu kost á þér í blikar.is liðið

Blikar.is er óháður stuðningsmannavefur meistaraflokka Breiðabliks og nú vantar okkur fleira fólk til að sjá um að skrifa efni og setja inn efni og miðla því á samfélagsmiðlum Blikar.is. 

Stuðningsmannavefurinn er mjög öflugur í allri fréttamiðlun á blikar.is vefnum og tengdum samfélagsmiðlum.

Ef þú hefur áhuga á og tíma til að gefa kost á þér í þetta lið, þá sendu okkur endilega línu á blikar@blikar.is

Miðlarnir okkar eru:

www.blikar.is

Blikar.is á Facebook 

Blikar_is á Twitter

Blikar_is á Instagram

Blikahornið á Soundcloud

Nánar um Blikar.is

image

Til baka