BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Aron Bjarnason með þriggja ára samning við Blika

27.01.2017

Knattspyrnudeild Breiðablikas og knattspyrnuráð ÍBV hafa náð samkomulagi um skipti á leikmönnum.

Aron Bjarnason kemur frá Vestmannaeyjum til Blika og Arnór Gauti fer til ÍBV. Samningurinn við Aron er til þriggja ára. Aron Bjarnason er 21 árs fjölhæfur miðju- og sóknarmaður sem hefur verið í herbúðum Eyjamanna í tvö ár. Hann er uppalinn Þróttari en lék í tvö tímabil með Frömurum áður en hann fór í ÍBV.  Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann spilað 92 leiki með meistaraflokki og hefur skorað 13 mörk. Aron átti mjög gott tímabil með Eyjamönnum í fyrra, lék 21 leik í deildinni og skoraði 5 mörk. Hann hefur leikið 10 leiki með yngri landsliðum Íslands. Blikar fagna þessum liðsstyrk og ljóst að með þessu eykst samkeppnin í Blikaliðinu umtalsvert.

Við Blikar kveðjum á sama tíma Arnór Gauta með söknuði. Hann er tvítugur sóknarmaður sem kom til okkar frá Aftureldingu fyrir þremur árum og varð m.a. Íslandsmeistari með okkur í 2. flokki 2015. Hann var lánaður í Selfoss í 1. deildina í fyrra og stóð sig vel. Hann á að baki einn leik með U-19 ára landsliði Íslands. Við sendum honum kveðjur og vonum að hann standi sig vel í hvítu treyjunni (nema gegn okkur).

Til baka