BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Anton Logi til Ítalíu

01.02.2020

Miðjumaðurinn ungi og efnilegi Anton Logi Lúðvíksson hefur verið lánaður með forkaupsrétti til ítalska úrvalsdeildarliðsins SPAL fram á sumar. SPAL getur gengið frá kaupunum á meðan lánssamningnum stendur.

Anton Logi var kallaður í meistaraflokkshóp Breiðabliks síðla sumars 2019 og hefur síðan þá verið í æfingahópi meistaraflokks. Í vetur hefur hann komið við sögu í nokkrum undirbúningsleikjum.

Hann kom til að mynda inn á gegn HK í Fotbolti. net mótinu á dögunum þar sem hann lagði upp tvö mörk. Fyrir áramót fór Anton á reynslu til danska úrvalsdeildarfélagsins OB.

Anton Logi hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands. Hann hefur alls leikið 17 landsleiki fyrir Íslands hönd og skorað í þeim tvö mörk.

Það verður spennandi að fylgjast með þessum efnilega leikmanni í framtíðinni.

Við óskum Antoni Loga góðs gengis á Ítalíu.

Til baka