BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Alfreð til Þýskalands

04.02.2016

Blikinn Alfreð Finnbogason hefur nú gert samning við þýska úrvalsdeildarliðið Augsburg. Alfreð sló í gegn með Blikaliðinu á árunum 2009 og 2010.

Þá varð hann bæði  Bikar- og Íslandsmeistari með liðinu. Hann skoraði hvorki fleiri né færri en 30 mörk í 49 leikjum í deild og bikar árin 2008 til 2010. Alfreð skoraði 35 mörk í 67 opinberum leikjum með Breiðabliki.

Eftir að hafa verið valinn besti leikmaður Íslandsmótsins árið 2010 hélt hann í atvinnumennsku til Lokeren í Belgíu. Þaðan lá leiðin til Helsingborg í Svíþjóð.

Þá keypti hollenska liðið Herenveeren Alfreð og þar stóð leikmaðurinn sig með afbrigðum vel. Hann var meðal annars markahæsti leikmaður hollensku úrvalsdeildarinnar árið 2013-2014.

Þaðan lá leiðin til Real Sociedad á Spáni og Olympiakos í Grikklandi. Alfreð fékk ekki mörg tækifæri með þessum liðum og hefur því ákveðið að söðla um. Blikar senda Alfreði baráttukveðjur og við erum þess fullviss að Alfreð eigi eftir að finna sig vel í hinni sterku þýsku deild.

-AP

Til baka