BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Viktor Unnar til liðs við Breiðablik

06.11.2010

Viktor Unnar Illugason skrifaði í dag undir 3ja ára samning við knattspuyrmudeild. Viktor er óþarfi að kynna fyrir Blikum sem eru komnir af slefaldri en hann lék með Blikum upp alla yngri flokka og lék sinn fyrsta leik í mfl. árið 2006, aðeins 16 ára gamall. Alls lék Viktor Unnar 10 leiki í deild og bikar þá um sumarið og skoraði í þeim eitt mark. Það sama haust hélt hann til Englands og gekk til liðs við Reading.
Hjá Reading var hann uns hann kom aftur til Íslands fyrir keppnistímabilið 2009.
Viktor gekk í raðir Valsmanna við heimkomuna og lék með þeim uns hann var lánaður til nýliða Selfoss í PEPSI deildinni í sumar.Viktor lék alls 18 leiki í deild og bikar með Val og Selfoss síðasta sumar og skoraði 5 mörk.

Blikar.is bjóða Viktor Unnar velkominn ,,heim" og vænta þess að hann skilji eftir sig greinileg spor í knattspyrnusögunni sem við ætlum að skrifa á næstu árum.


Áfram Breiðablik !
Íslandsmeistarar 2010

Til baka