BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Úrslitaleikur Bose mótsins 2018: Breiðablik - KR

08.12.2018

Breiðablik tekur á móti KR í úrslitaleik Bose mótsins 2018 í Fífunni laugardaginn 8. desember kl. 11.00.

Liðin fóru taplaust í gegnum sína riðla og mætast því í úrslitum þetta árið. Í Bose QC35-riðlinum unnu KR-ingar 8:2 stórsigur á Reykjavíkurvíkingum og svo öruggan 4:2 sigur á liði Stjörnumanna. Blikar unnu FH 2:1 og HK 2:5 í Bose SleepBuds-riðliinum.

Bæði lið hafa unnið Bose mótið einu sinni. KR sigraði mótið árið 2013 eftir 6:2 sigur á Blikum í Egilshöll í byrjun desember 2013. Guðjón Pétur Lýðsson skoraði bæði mörk okkar manna. Meira>

Blikar sigruðu Bose mótið í fyrra. Lögðu Stjörnumenn 2:0 í úrslitaleik í Fífunni um miðjan desember. Það voru Arnór Ari Atlason og Gísli Eyjólfsson sem skorðu mörkin. Blikar kláruðu þennan leik vel og það var gaman að horfa á. Fínn bragur á liðinu. Baráttan og ákefðin til fyrirmyndar og liðið hikstaði ekki þó skipt væri ört um leikmenn. Meira>

Að leik loknum var Gísli Eyjólfsson valinn maður Bose-mótsins 2017.

Willum Þór Willumsson hirti markakóngstitlinn (var sneggri en Gísli að skora sín 3 mörk).

 

 

Að venju fær sigurlið Bose-mótsins vegleg verðlaun. Besti leikmaður mótsins og sá markahæsti fá glæsileg heyrnartól frá Bose.

Blikaliðið hefur æft mjög vel undanfarnar vikur. Nokkrir leikmenn eiga við smávægileg meiðsli að stríða en við teflum fram öflugi liði á laugardaginn.

Við hvetjum alla Blika sem vettlingi geta valdið til að mæta í Fífuna á laugardaginn kl.11.00.

Blikar sigruðu mótið í fyrra og hafa því titil að verja.

 


 

Til baka