BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Úrslit í Breiðablik OPEN 2017

31.08.2017

Breiðablik OPEN fór fram í 12. sinn á Selsvelli við Flúðir s.l. föstudag.

Veðurguðirnir voru sem fyrr afar hliðhollir en þó var fyrirkomulag mótsins af þeirra hálfu nokkuð breytt frá í fyrra og voru nú fyrstu 12 holurnar leiknar í 14 stiga hita logni og skýjuðu en síðustu 6 í léttum, hægvaxandi og frískandi sumarúða. Eftir sem áður fyrsta flokks golfveður.

Mótið fór vel fram og voru kylfingar óvenju snöggir að ljúka leik að þessu sinna. Á því hafa enn ekki fengist haldgóðar skýringar.

Þegar leik var lokið og gengið hafði verið frá skorkortum,hófst svo veislan. Halldór í Efra Seli skar sérlega ljúffengt lambakjöt ofan í mannskapinn með tilheyrandi meðlæti og var það mál manna að 2017 árgangurinn smakkaðist frábærlega. Sennilega góð hugmynd að kaupa 1 –eða 2 skrokka núna. Á meðan setið var að snæðingi fór fram hefðbundin verðlaunaafhending og að lokum var dregið úr skorkortum  viðstaddra um fjölmarga glæsilega vinninga.

Úrslit voru sem hér segir:

Punktakeppni karla:

1.sæti    Gunnar H. Ragnarsson
2.sæti    Brynjar Björnsson
3.sæti    Kristján Þór Gunnarsson

Punktakeppni kvenna:

1.sæti    Ingibjörg Hinriksdóttir
2.sæti    Anna Sigriður Ásgeirsdóttir
3.sæti    Hlíf Erlingsdóttir

Höggleikur karla:

1.sæti    Ríkharð Óskar Guðnason
2.sæti    Sigtryggur Birkir Jónatansson
3.sæti    Magnús Páll Gunnarsson

Höggleikur kvenna:

1.sæti    Sigrún Einarsdóttir
2.sæti    Edda Valsdóttir
3.sæti    Bryndís Hinriksdóttir

Lengstu teighögg á 18. Braut:

Bergur Dan Gunnarsson
Sigrún Einarsdóttir

Nándarverðlaun :

1.    Bergur Dan Gunnarsson 5,36m

5.    Örn Jónsson 6,35m

9.    Sigurður Hlöðversson 2,94m

11.  Guðmundur Hallbergsson 2,68m

14.  Guðmundur Hallbergsson 3,80m

Knattspyrnudeild Breiðabliks og mótsstjórn þakka þátttakendum fyrir skemmtilegan dag og staðarhöldurum að Efra Seli fyrir góðar móttökur sem endranær.

Eftirtaldir aðilar veittu ómetanlegan stuðning við framkvæmd mótsins og eru þeim einnig færðar bestu þakkir.

ÁG
Málning
Icelandair
ORKAN
Skeljungur
BYKO
Aðalstjórn Breiðabliks
JAKO
PLT- leikandi lausnir
Samhentir
GKG
Vörður
Tengi
Ölgerðin
Nói Siríus
Bananar

Áfram Breiðablik !

OWK.

Til baka