BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Þórir til Framara

27.11.2019

Breiðablik og Fram hafa komist að samkomulagi um vistaskipti framherjans knáa Þóris Guðjónssonar yfir til þeirra bláu.

Þórir sem kom til okkar Blika í fyrra frá Fjölni lék 16 leiki með Blikaliðinu og skoraði í þeim fjögur mörk. Þórir á að baki yfir 150 leiki með meistaraflokki og hefur skorað í þeim 44 mörk.

Blikar þakka Þóri fyrir góða viðkynningu og óska honum velfarnaðar með Frömurum í 1. deildinni.

Til baka