BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Stórleikur á sunnudag: Breiðablik – Stjarnan

30.05.2015
Strákarnir okkar í meistaraflokki fá sjálfa Íslandsmeistarana í heimsókn á sunnudaginn (31.maí) kl. 20.00 á Kópavogsvelli.
 
Eftir tvo góða sigra í röð er Breiðablik komið í hóp efstu liða eftir fyrstu fimm umferðir Íslandsmótsins. Strákarnir eru staðráðnir í að halda sigurgöngunni áfram og munu gera allt til þess að leggja Íslandsmeistarana af velli.
 
Í þeim 12 efstu deildar leikjum, sem við höfum spilað við Stjörnuna frá því að Stjörnuliðið kom upp í efstu deild að nýju árið 2009, hafa Blikar sigrað 6 sinnum, Stjarnan tvisvar og jafnteflin eru 4. Blikar hafa skorað 25 mörk og Stjarnan 17 eða samtals 42 mörk! Reyndar hefur Breiðablik ekki tapað leik gegn Stjörnunni á Kópavogsvelli í efstu deild í 21 ár. En munum að þessi tölfræði segir ekki neitt þegar út á völlinn er komið í kvöld. 
 
Hvetjum alla Blika til þess að taka kvöldið frá, mæta á völlinn og styðja strákana til sigurs!
 
Áfram Breiðablik!
 
Allir leikir Breiðabliks og Stjörnunnar frá upphafi.

Til baka