BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Sóknarleikurinn í fyrirrúmi!

21.11.2019

Breiðablik og Valur sættust á jafnan hlut 3:3 í leik liðanna í Bose mótinu í dag. Blikar voru frekar miklir klaufar að ná ekki í öll stigin enda voru flest mörkin sem við fengum á okkur frekar ódýr. En ákafinn og baráttan var góð í leiknum og verður áhugavert að fylgjast með liðinu þegar það fer að ná meiri tökum á leikskipulaginu sem þjálfararnir eru að leggja upp með. Eins og staðan er i dag þá eru allt of margar sendingar að fara forgörðum en það hlýtur að lagast.

Mörkin úr leiknum í boði BlikarTV:

Blikar náðu tveggja marka forskoti á fyrstu 20 mínútum leiksins. Það voru þeir Guðjón Pétur og Höskuldur sem settu mörkin. Þá gáfum við eftir og Valsmenn minnkuðu muninn verðskuldað rétt fyrir leikhlé.

Valsmenn voru mun sterkari fyrstu 10-15 mínútur síðari hálfleiksins. Spilið datt niður hjá okkur og gestirnir jöfnuðu. En þá tókum við öll völd á velinum og Viktor Karl kom okkur yfir með góðu skoti eftir stórglæsilega sókn okkar manna. En varnarmistök ullu því að þeir rauðklæddu jöfnuðu og þar við sat.

Höskuldur og Viktor Karl áttu flottan leik, sérstaklega í fyrri hálfleik. Megi allar góðar vættir sjá til þess að hann spili með okkur næsta sumar! Varnarmaðurinn ungi Ólafur Guðmundsson fékk tækifæri í byrjunarliði og stóð sig vel.

Viðtal í boði Fótbolta.net: Óskar Hrafn: Draumur í dós

Næsti leikur liðsins í Bose mótinu er annan laugardag þegar við tökum á móti Stjörnunni á Kópavogsvelli kl.12.00.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!


 

Til baka