BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Sluppum með skrekkinn gegn Þrótti.

23.01.2015

Það sannaðist gegn Þrótturum að það borgar sig ekki að vanmeta neinn andstæðing. Eftir að Þróttarar höfðu komist verðskuldað yfir 3:1 yfir þá kom gamla kempan Olgeir Sigurgeirsson okkur til bjargar og skoraði tvö mörk á síðustu 10 mínútum leiksins. Þau 3:3  úrslit duga okkur til að komast í úrslit á fotbolti.net mótinu. Þessi leikur á móti Þrótti á hins vegar að vera okkur verðug lexía í því að engin leikur er unninn fyrirfram!

Engu likara væri en strákarnir okkar héldu að rauðhvítir Laugardalsdrengirnir yrðu auðveld bráð. En Þróttarar byrjuðu betur og komust yfir. Ellert Hreinsson jafnaði fyrir okkur en svo komu tvö mörk frá heimamönnum. Blikar í stúkunni voru farnir ókyrrast en þá kom Olgeir og reddaði málum. Við ætlum í sjálfu sér ekki að eyða miklu púðri í umfjöllun um þennan leik. Flestir leikmenn Blika geta spilað mun betur en þeir gerðu í þessum leik.

Við spilum til úrslita á þessu móti annað hvort við Keflavík eða Stjörnuna. Þá fá Blikar annað tækifæri til að sýna hvort við erum menn eða mýs!

-AP

Til baka