BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Skúli í Aftureldingu

10.05.2019

Varnarmaðurinn stóri og stæðilegi Skúli Kristjánsson Sigurz hefur skipt yfir í 1. deildarlið Aftureldingar.

Skúli sem er tvítugur að aldri er uppalinn Bliki og hefur verið viðriðinn meistaraflokkinn undanfarin ár. En til að fá að spila meira ákvað hann að söðla um og spila með Mosfellingum í sumar.

Skúli var í láni hjá Leiknismönnum sumrin 2017 og 2018 og spilaði þá 21 leik og skoraði 2 mörk. Þar að auki lék hann tvo leiki með ÍR seinna sumarið.

Blikar óska Skúla alls velfarnaðar með nýju liði og vonast til að honum gangi vel með Aftureldingu.


 

Til baka