BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Pepsi MAX deildin 2019: Breiðablik – ÍBV á Kópavogsvelli laugardag kl.14:00

20.06.2019

Áfram rúllar Pepsi MAX boltinn. Það er þétt leikið þessa dagana. Eftir mjög góða og árangursríka ferð í Garðabæinn á þriðjudagskvöld fáum við Blikar Eyjamenn í heimsókn í Kópavoginn á laugardaginn. Flautað verður til leiks kl.14:00!

Staða liðanna í deildinni fyrir leikinn er ólík. Blikar eru með 19 stig í næst efsta sæti eftir 9 leiki, en ÍBV liðið vermir botninn með 5 stig eftir 8 leiki.

Sagan

Breiðablik og ÍBV eiga að baki 94 mótsleiki frá fyrsta mótsleik árið 1960. Meira>

Allra fyrsti leikur liðanna var æfingaleikur við ÍBV í Vestmannaeyjum sumarið 1958 þegar Breiðabliksliðið var að stíga sín fyrstu skerf á knattspyrnuvellinum, en knattspyrnudeild Breiðabliks var stofnuð árið 1957. Þar til viðbótar eru margir óskráðir leikir í svonefndri Bæjarkeppni liðanna sem var leikin heima og heiman á vorin og haustin. Sú hefð hófst í kjölfar eldgossins í Eyjum og stóð í nokkuð mörg ár.

Efsta deild

Innbyrðis leikir liðanna efstu deild eru 58. Tölfræðin úr þeim leikjum er ferkar jöfn. Blikar hafa unnið 23 leiki, ÍBV unnið 21 leik, jafnteflin eru 14. Markaskorun er jöfn. Blikar hafa skorað 78 mörk gegn 79 mörkum ÍBV  Meira>

Í 29 efstu deildar viðureignum Blika gegn ÍBV á Kópavogsvelli hafa Blikar vinninginn með 16 sigra gegn 9 sigrum ÍBV og 4 sinnum er jafntefli niðurstaðan. Meira>

Haustið 2006 fellur ÍBV niður um deild - sama ár og Blikar koma aftur upp í efstu deild eftir nokkur ár í þeirri næst efstu. En árið 2009 er ÍBV aftur komið meðal þeirra bestu.

Úrslit í viðureignum liðanna á Kópavogsvelli frá 2009:

*  2018: 4:1  *  2017: 3-2  *  2016: 1-1  *  2015: 1-0  *  2014: 1-1  *  2013: 3-1  *  2012: 1-0  *  2011: 1-2  *  2010: 1-1  *  2009: 3-4

Mörkin úr 4:1 leiknum á Kópavogsvelli í fyrra 

Leikmenn

Tengsl leikmanna á milli þessara liða eru að Aron Bjarnason, sem kom til okkar frá Eyjum, lék með Eyjamönnum árin 2015 og 2016.  Sindri Snær Magnússon lék 26 mótsleiki með Blikum árin 2011 og 2012. Og Jonathan Glenn lék 34 mótsleiki með Blikum og skoraði 11 mörk árin 2015 og 2016.

Við Blikar fáum til okkar Viktor Karl Einarsson sem kemur heim frá Varnamo í Svíðþjóð þar sem hann var á láni frá AZ Alkmaar. Þórir Guðjónsson kemur frá Fjölnismönnum. Kwame Quee lék síðast með Ólafsvíkur Víkingum. Guðjón Pétur Lýðsson kemur til okkar frá KA en hann lék áður með Íslandsmeisturum Vals. Einnig er Thomas Mikkelsen með frá fyrsta mótsleik í ár en hann kom til liðs við okkur í júlí-glugganum 2018. Svo rétt fyrir mót ganga þeir Höskuldur Gunnlaugsson og Arnar Sveinn Geirsson til liðs við Breiðablik. Höskuldur kemur á láni til okkar út keppnistímabilið frá Halmstads BK. Arnar Sveinn Geirsson, sem kemur til okkar frá Íslandsmeisturum Vals, gerir tveggja ára samning við Breiðablik.

Leikmannahópur Blika

Dagskrá

Það verður kaldur í nýju tjaldi, börger á grilli og rjúkandi kjötsúpa. Sparkvellir verða á sínum stað fyrir krakkana.

Slepptu röðinni – sæktu Stubb! Stubbur auðveldar stuðningsmönnum að kaupa miða á leiki í Pepsi Max og Inkasso deildunum, ásamt því að fylgja sínu liði. Smelltu hér til að ná í appið í dag.

Sjáumst öll á Kópavogvelli á laugardaginn og hvetjum okkar menn til sigurs í toppbaráttunni.

Leikurinn verður flautaður á kl.14:00!

Veðurspáin fyrir Kópavogsvöll er mjög góð.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka