BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Patrik Sigurður með þriggja ára samning

11.06.2017

Breiðablik samdi nýverið við Patrik Sigurð Gunnarsson til þriggja ára. 

Patrik sem er fæddur árið 2000 er afar efnilegur markvörður og er uppalinn Bliki. Patrik var einn af lykilmönnum í Íslandsmeistaraliði 2. flokks síðasta sumar ásamt því að taka þátt í evrópuævintýri flokksins. Þar léku strákarnir gegn unglingaliði Ajax í Evrópukeppni ungmenna (UEFA Youth League).

Patrik á að baki 7 leiki með U17 ára landsliði Íslands.

Blikar.is óskar Patrik til hamingju með samninginn og hlakka til að sjá hann eflast og vaxa á komandi árum.

Til baka