BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Páll Olgeir í Keflavík

28.04.2015

Samkomulag hafa náðst á milli knattspyrnudeilda Breiðabliks og Keflavíkur um félagaskipti Páls Olgeirs Þorsteinssonar í Keflavík.

Páll Olgeir sem er tvítugur miðju- og sóknarmaður hefur spilað 33 leiki með meistaraflokki Breiðabliks og skorað í þeim 2 mörk. Hann hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands. 

Við Blikar þökkum Páli  fyrir allan þennan tíma og vonum að honum gangi vel suður með sjó.

Vonandi fáum við að sjá hann aftur í græna búningnum í náinni framtíð.

Til baka