BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Óskar í Gróttu

04.07.2019

Miðjumaðurinn snjalli Óskar Jónsson hefur fengið félagsskipti í 1. deildarlið Gróttu. Óskar sem er 22 ára gamall, á að baki 18 leiki með meistaraflokki Breiðabliks.

Þar að auki lék hann fjóra leiki með U-19 ára landsliði Íslands. Óskar hefur undanfarin ár farið að láni til Þórs á Akureyri, ÍR og Þróttar. En nú fer hann í toppbaráttuna á Seltjarnarnesið en lið Gróttu hefur komið skemmtilega á óvart í Inkasso deildinni í sumar.

Óskari er uppalinn Bliki og hefur lagt mikið til félagsins.

Honum eru þökkuð góð viðkynni og blikar.is óskar honum alls velfarnaðar á nýjum slóðum.


Til baka