BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Óskar Hrafn í viðtölum við Blikahornið og hlaðvarpsþáttinn Fantasy Gandalf

06.03.2020 image

Óskar Hrafn var gestur í hlaðvarpsþættinum Fantasy Gandalf þar sem hann ræddi meðal annars um stöðu leikmannahóps Breiðabliks

En fyrst þetta. Í lok janúar brydduðum við hjá blikar.is upp á þeirri nýung að vera með útvarpsviðtal í þættinum Blikahornið. Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari er brattur í upphafi nýs árs og segist vera mjög ánægður með þessa fyrstu mánuði hjá nýju félagi. Meðal þess sem hann tjáir sig um í því viðtali er koma Olivers Sigurjónssonar og Höskuldar Gunnlaugssonar til Breiðablik. Hann upplýsir um æfingaferð til Svíþjóðar um miðjan febrúar og af hverju ekki verður farin nein æfingaferð til Spánar í vor eins og undanfarin ár. Í viðtalinu kemur fram að fjölskylda Óskars er flutt til Danmerkur en hann telur að það muni ekki trufla störf hans hjá Blikaliðinu. ,,Ætli ég verði ekki bara meira á Blikasvæðinu fyrir vikið,“ segir hann sposkur og margt fleirra. Hægt er að nálgast viðtalið við blikar.is í heild sinni hér.

image

Óskar Hrafn Þorvaldsson og tíðindamaður Andrés Pétursson í upphafi viðtalsins.

Óskar Hrafn Þorvaldsson stýrir Breiðabliki gegn sínu gamla liði Gróttu í næsta mánuði þegar 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar fer fram. Hann ræddi um vistaskipti sín og margt fleira í hlaðvarpsþættinum Fantasy Gandalf.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild hér að neðan. Þar ræðir Óskar meðal annars um:

  • Ákvörðunarferlið vegna vistaskipta frá Gróttu til Breiðabliks.
  • Að Gunnleifur Gunnleifsson verði varamarkvörður og aðstoðarþjálfari.
  • Meinta óánægju leikmanna í lok æfingaferðar í Svíþjóð á dögunum.
  • Leikmannamál Breiðabliks.
  • Andri Rafn Yeoman verður með Blikum frá júlí.
  • Kwame Quee var lánaður í fyrra. Mun hann spila með Breiðabliki í sumar?
  • Blikar að skoða með með að fá kantmann.
  • Mikill munur að vera í fullu starfi og þurfa ekki að nota næturnar í að undirbúa sig.
  • Leikmannasölur Blika um mitt sumar.

Podcast þátturinn hefst á umfjöllun um næstu umferð í Enska boltanum og veru Óskars hjá Gróttu. Fókusinn á komu Óskars til Breiðabliks hefst á 56. mín.

Til baka