BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Ólafur Pétursson útskrifast með markmannsþjálfaragráðu KSÍ

16.09.2014

Nýverið útskrifaði KSÍ fyrstu markmannsþjálfarana með Markmannsþjálfaragráðu KSÍ. Útskriftin fór fram í tengslum við landsleik Íslands og Ísrael í undankeppni HM.  Um er að ræða 11 þjálfara.

KSÍ hefur á undanförnum misserum lagt aukna áherslu á markmannsþjálfun og er þessi þjálfaragráða liður í því.  Í reglugerð KSÍ um menntun knattspyrnuþjálfara er tekið fram að markmannsþjálfarar í Pepsi-deildum karla og kvenna og 1. deild karla skuli hafa Markmannsþjálfaragráðu KSÍ.  Það er því von KSÍ að aukin menntun markmannsþjálfara muni skila sér með tíð og tíma í betri markvörðum.

Þeir sem útskrifuðust að þessu sinni voru:

·        Andrés Ellert Ólafsson

·        Elías Örn Einarsson

·        Fjalar Þorgeirsson

·        Guðmundur Hreiðarsson

·        Gunnar Sigurðsson

·        Hajrudin Cardaklija

·        Halldór Björnsson

·        Jónas L. Sigursteinsson

·        Ólafur Pétursson

·        Úlfar Daníelsson

·        Þorsteinn Magnússon

Til baka