BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Ólafur P framlengir við Blika

02.10.2018

Markmannsþjálfarinn snjalli Ólafur Pétursson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Breiðabliks til tveggja ára. Hann mun því vera markmannsþjálfari meistaraflokks karla og kvenna áfram ásamt því að vera aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna.

Ólafur hefur verið markmannsþjálfari hjá Blikum frá árinu 2005. Á þessum 13 árum hefur Ólafur þjálfað markmenn yngri flokka félagsins ásamt því að vera markmannsþjálfari meistaraflokks karla frá árinu 2008 og kvenna frá árinu 2012.

Frá haustinu 2014 hefur Ólafur einnig verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna.

Á þessum árum hafa Blikar átt markmenn í A-landsliðum karla og kvenna og orðið Íslands- og bikarmeistarar.

Auk þess að þjálfa hjá Blikum hefur Ólafur verið markmannsþjálfari A-landsliðs kvenna á undanförnum árum.

Þess má geta að Ólafur lauk nýverið UEFA A markmannsþjálfara gráðu og var hópi fyrstu átta Íslendinga sem lauk því prófi.

Við Blikar óskum Ólafi til hamingju með áfangann og hlökkum til að vinna með honum næstu árin.

Til baka