BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Ólafur með samning!

20.02.2019

Ólafur Guðmundsson hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Ólafur er fæddur árið 2002 og er afar fjölhæfur leikmaður. Ólafur er örvfættur og hefur í gegnum yngri flokkana yfirleitt leikið sem miðjumaður. Með yngri landsliðum Íslands og meistaraflokki Breiðabliks hefur hann hins vegar leikið í vinstri bakverði.

Ólafur lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki Breiðabliks í janúar sl. gegn Stjörnunni í úrslitaleik fotbolti. net mótins. Ólafur á að baki fjóra leiki með U-17 ára landsliði Ísland.

Framtíðin er svo sannarlega björt hjá þessum hæfileikaríka leikmanni.

Við óskum Ólafi og Blikum til hamingju með samninginn.

Til baka