BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Óásættanlegt!

23.07.2020 image

Blikar lutu í gras 1:0 gegn nágrönnum sínum HK í fyrri leik liðanna í Pepsi MAX deild karla. Þrátt fyrir að vera með boltann stóran hluta leikins fundum við engin svör gegn sterkum varnarleik heimapilta. Við erum með miklu betri leikmenn innanborðs en taktík Blikaliðsins virðist ekki vera að ganga upp. Uppspilið er hægt og andstæðingar okkar eru búnir að lesa okkur fyrir löngu síðan. Nú reynir á þjálfarateymið og leikmennina að snúa þessari taphrinu við.  Næsti leikur er strax á sunnudaginn gegn Skagamönnum og þá verðum við að sjá betri frammistöðu!

Byrjunarliðið og viðtal Fótbolat.net við Óskar Hrafn eftir leik:

image

Það verður hins vegar að hrósa HK-liðinu fyrir þeirra taktík. Hún var ekki falleg en skilaði þeim þremur stigum.  Það er hundleiðinlegt að spila inni í Kórnum svona um hábjargræðistímann en það á samt ekki að skipta máli. Auðvitað voru þeir nokkuð heppnir í leiknum og nýttu eina færið sem þeir fengu. En við áttum fá svör við þessari miklu baráttu og keppnisanda. Sjálfsagt hefði Þorvarði Áka Eiríkssyni, sælgætisframleiðanda í Reynihvamminum, ekki grunað fyrir 50 árum síðan að litla félagið sem hann kom á laggirnir í vesturbæ Kópavogs yrði eitt fjölmennasta íþróttafélag á landinu. Liðið hefur nú fest rætur í efri byggðum bæjarins og vinnur frábært starf fyrir ungmenni í Kópavogi. En Breiðablik er samt miklu stærra félag og svona tap er ekki ásættanlegt.

Það verður þó að hrósa stuðningsmönnum Blika fyrir þeirra frammistöðu í stúkunni. Kópacabana piltarnir reyndu hvað þeir gátu til að peppa liðið áfram en því miður skilaði það ekki árangri að þessu sinni. 

Með meiri léttleika og leikgleði á vellinum og með áframhaldandi öflugum stuðningi úr stúkunni eigum við að geta náð mun betri úrslitum. Við eru með mannskapinn til þess.

núum nú bökum saman og mætum saman á leikinn gegn Skagamönnum. Þá verður aftur gaman á Kópavogsvellinum!

-AP

Til baka