BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Mjólkurbikarinn 32-liða úrslit: Breiðablik – Keflavík á Kópavogsvelli fimmtudag kl.19:15

23.06.2020 image

Breiðablik tekur á móti Keflavík í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarins á Kópavogsvelli i rjómablíðu fimmtudaginn 25. júní

Leið Blikmanna í Laugardalinn hefst kl.19:15 á fimmtudaginn með leik gegn spræku liði Keflvíkinga í 32-liða úrslitum Mólkurbikars karla 2020.

BlikarTV og KeflavíkTV verða í sameiginlegri útsendingu frá leik Breiðabliks og Keflavíkur í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarins. BlikarTV verður með beina útsendingu fyrir leik, hálfleik og eftir leik, en KEF TV sér um að lýsa leiknum. Heisi og Arnar Grétars verða í stúdíó fyrir leik, Arnar Björnsson sér um viðtölinn niður á velli.

Sagan

Knattspyrnulið Keflvíkinga er sá andstæðingur sem Breiðablik hefur oftast keppt við í opinberum mótum frá stofnun knattspyrnudeildar Breiðabliks árið 1957.

Innbyrðis mótsleikir liðanna eru 121 frá fyrsta leik liðanna í gömlu B-deildinni 1957 – árið sem Breiðablik tók fyrst þátt í knattspyrnumóti í meistarflokki karla. Leikurinn var annar mótsleikur Blikamanna frá upphafi og fyrsti skráði útileikurinn, en leikið var á Njarðvíkurvelli.  

Mótsleikir liðanna eru 121 eins og áður segir. Sú tala innifelur 37 leiki liðanna í Litlu bikarkeppninni sem hófst árið 1961 fyrir tilstuðlan Alberts Guðmundsson. Mótið var hugsað sem æfingamót fyrir utanbæjarliðin Keflavík, Hafnarfjörð, Akranes og síðar Kópavog vegna Íslandsmóta. Leikin var tvöföld umferð.

Bikarsagan

Liðin eiga að baki nokkra sögulega leiki í bikarnum. 

Fyrstan í upptalningunni ber að nefna undanútrslitaleikinn á Laugardalsvelli árið 2009. Blikar skora sigurmarkið á 66. mín og taka svo Bikarmeistaratitilinn það ár með sigri á Fram í vítaspyrnukeppni:

13.09 11:12
2009
Keflavík
Breiðablik
2:3
1
Bikarkeppni KSÍ | Undanúrslit
Laugardalsvöllur | #

2008: Aftur mætast liðin á Kópavogsvelli í 8-liða úrslitum. Blikar vinna 3:2 sigur í fjörugum leik:

24.07 00:36
2008
Breiðablik
Keflavík
3:2
1
Bikarkeppni KSÍ | 8-liða úrslit
Kópavogsvöllur | #

LIðin mætast í 8-liða úrslitum á Kópavogsvelli árið 2007:

12.08 18:00
2007
Breiðablik
Keflavík
3:1
1
1
Bikarkeppni KSÍ | 8-liða úrslit
Kópavogsvöllur | #

Árið 1994 mætast liðin í 16-liða úrslitum á Kópavogsvelli í fjörugum leik sem fer í framlengingu og vító:

14.07 01:18
1994
Breiðablik
Keflavík
4:3
3
2
1
Bikarkeppni KSÍ | 16-liða úrslit. Framlenging og vitaspyrnukeppni
Kópavogsvöllur | #

1973 fara Blikar til Keflavíkur í 16-liða úrslitum og steinliggja:

25.07 20:00
1973
Keflavík
Breiðablik
5:0
1
Bikarkeppni KSÍ | 16-liða úrslit
Keflavíkurvöllur | #

Árið 1971 er Breiðablik með mjög öflugt lið. Eru í A-deild í fyrsta sinn í sögu félagsins. Keflvíkingar voru hinsvegar með besta liðið 1971 urðu Íslandsmeistarar. Leikur liðanna var í 12-liða úrslitum og spilaður í Keflavík. Blikar unnu leikinn og líka leikinn við Val í 8-liða og einnig undanúrslitaleikinn við Fram, en töpuðu úrslitaleiknum gegn Víkingum sem lék það ár í 2. deild:

10.10 00:41
1971
Keflavík
Breiðablik
1:2
3
Bikarkeppni KSÍ | 12 liða úrslit
Keflavíkurvöllur | #

Fyrirkomulag Bikarkeppni KSÍ árið 1962 var þannig að ef lið gerðu jafntefli þurfti að leika að nýju á hlutlausum velli. Í 1.umf gerðu Blikar 0:0 jafntefli við Víkinga. Seinni leikurinn var leikinn á Hvaleyrarholtsvelli í Hafnarfirð og aftur gera liðin jafntefli (3:3). Þriðji leikur liðanna fór svo fram á Melavellinum. Blikar unnu þann leik 0:3 og kepptu við ÍBH (Íþróttabandalag Hafnarfjarðar) í 2.umf og unnu leikinn 4:5. Í 3.umf mæta Blikamenn Keflvíkingum á Framvellinum og tapa stórt:

23.09 18:40
1962
Breiðablik
Keflavík
1:6
4
Bikarkeppni KSÍ | 3. umferð
Framvöllur | #

Leikurinn

Breiðablik tekur á móti Keflavík í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarins á Kópavogsvelli i rjómablíðu fimmtudaginn 25. júní. Í sjoppunni verður grillið funheitt. 

Selt verður í 2 hólf í stúkunni og verður sér inngangur fyrir hvert hólf (sjá mynd).

Hólf A: Stuðningsmenn Breiðabliks
Hólf B: Suðningsmenn Keflavíkur

Miðar eingöngu seldir í gegnum STUBB (öryrkjar og ellilífeyrisþegar geta keypt miða á staðnum). Stubbur appið sem má nálgast hér: Stubbur

MInnum á að árskort gilda ekki á bikarleiki.

Flautað verður til leiks kl.19:15.

Stuðningur áhorfenda skiptir miklu máli og hvetjum við alla Blika að mæta og hvetja strákan til sigurs og tryggja sæti í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarkeppni KSÍ. 

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar.

image

Til baka