BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Meistaraflokkur karla leikmannakynning 2020: Róbert Orri Þorkelsson

21.04.2020 image

“Hver er maðurinn?” Kynning á leikmönnum meistarflokks karla keppnistímabilið 2020. Á síðasta vetrardegi kynnum við varnar- og miðjutröllið Róbert Orra Þorkelsson.

image

Fullt nafn: Róbert Orri Þorkelsson

Fæðingardagur og ár: 3 apríl, 2002

Staður: Garðabær og Mosó

Staða á velli: varnarmaður og miðjumaður

Treyjunúmer: 16

Gælunafn: Robbi og Bobby

Hjúskaparstaða: Lausu

Börn: nei

Bíll: Hyundai i20

Uppáhalds….

…Lið í enska: Manchester United

…Fótboltamaður: Nemanja Vidic

…Tónlist: Herra er góður

…Matur: Nautakjöt og humar

…Leikmaður í mfl.kvk: Hafrún Rakel

…Frægasti vinur þinn: Andri Fannar Baldursson var að spila leik í Seria A hlýtur að vera hann

…Staður í Kópavogi: Kópavogsvöllur

Hver í mfl er.…

…Fyndnastur: Viktor Örn

…Æstastur: Bjarni Hafstein

…Rólegastur: Anton Ari

…Mesta kvennagullið: Damir er vinsæll

…Líklegur í að vinna gettu betur: Elli Helga

…Lengst í pottinum: Guðjón elskar þennan pott

…Gengur verst um klefann: Rósa alltaf eitthvað að kvarta undan Benó

…Með verstu klippinguna: Anton Ari lét alls engan fagaðila klippa sig síðast förum ekkert nánar út í það

…Bestur á æfingu: Alexander Helgi

Að lokum, hvað er Breiðablik: Fyrirmyndafélag

Ekki bara fótboltamaður

Í þessari klippu kynnir Robbi allt sem þarf til að smíða góðan pall. Hann býr til sitt eigið kjúklingapasta og segir okkur í hvað bækur eru brúklegar í annað en að lesa þær.

Evrópuúrval Róberts Orra

Við fengum Róbert Orra til að fara í smá leik með okkur þar sem hann velur sitt úrvalslið úr þeim fjölda Blika sem hafa farið til erlendra liða á þeim 40 árum sem liðin eru frá því að Sigurður Grétarsson fór fyrstur Blika í atvinnumensku árið 1980. 

image

Evrópublikar Breiðabliks 1980 - 2020

Um 50 leikmenn meistaraflokks karla hjá Breiðablik hafa farið, verið seldir eða lánaðir til liða erlendis síðustu 40 ár.

image

/POA

Til baka