BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Meistaraflokkur karla leikmannakynning 2020: Kristinn Steindórsson

07.04.2020 image

“Hver er maðurinn?” Kynning á leikmönnum meistarflokks karla keppnistímabilið 2020. Kristinn Steindórsson - markahæsti leikmaður Blika í efstu deild frá upphafi - er kynntur í dag.

image

Fullt nafn: Kristinn Steindórsson.

Fæðingardagur og ár: 29 apríl 1990.

Staður: Kópavogur.

Staða á velli: Sóknarmaður.

Treyjunúmer: 20.

Gælunafn: Kiddi.

Hjúskaparstaða: Sambúð.

Börn: Ekki ennþá.

Bíll: Er þessa stundina á Toyota Hilux.

Uppáhalds….

…Lið í enska: Liverpool.

…Fótboltamaður: Andrés Iniesta.

…Tónlist: Iron Maiden.

…Matur: Naut og bearnaise eða pizzan sem við gerum heima.

…Leikmaður í mfl.kvk: Berglind Björg.

…Frægasti vinur þinn: Örugglega Marcus Antonsson leikmaður Malmö FF.

…Staður í Kópavogi: Heimilið mitt.

Hver í mfl er.…

…Fyndnastur: 100% ekki Gísli Eyjólfs.

…Æstastur: Gaui Lýðs er búinn að vera æstur í mörg ár.

…Rólegastur: Anton Ari.

…Mesta kvennagullið: Arnar Sveinn í grænu Suit Up jakkafötunum.

…Líklegur í að vinna gettu betur: Elli Helga gæti verið einn í liði.

…Lengst í pottinum: Ef að potturinn kemst í lag aftur þá ætla ég að gera heiðarlega tilraun.

…Gengur verst um klefann: Brynjar Atli. Hrikalegt að sitja við hliðina á honum.

…Með verstu klippinguna: Ég veit ekki alveg hvort að Höggi sé með bestu eða verstu klippinguna.

…Bestur á æfingu: Gísli Eyjólfs þegar að hann er ekki að pirra sig eitthvað.

Að lokum, hvað er Breiðablik: Flottasti klúbbur landsins.

Ekki bara fótboltamaður

Það er að ýmsu að hyggja á þessum fordómalausu tímum. Þessi klippa frá Kiddia hittir beint í mark!

Evrópuúrval Kidda Steindórs

Við fengum Kidda til að fara í smá leik með okkur þar sem hann velur sitt úrvalslið úr þeim fjölda Blika sem hafa farið til erlendra liða á þeim 40 árum sem liðin eru frá því að Sigurður Grétarsson fór fyrstur Blika í atvinnumensku árið 1980. 

image

Evrópublikar Breiðabliks 1980 - 2020

Um 50 leikmenn meistaraflokks karla hjá Breiðablik hafa farið, verið seldir eða lánaðir til liða erlendis síðustu 40 ár.

image

/POA

Til baka