BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Meistaraflokkur karla leikmannakynning 2020: Guðjón Pétur Lýðsson

02.04.2020 image

“Hver er maðurinn?” Kynning á leikmönnum meistarflokks karla keppnistímabilið 2020. Hinn eini sanni Guðjón Pétur Lýðsson á sviðið.

image

Fullt nafn: Guðjón Pétur Lýðsson

Fæðingardagur og ár: 28 desember 1987

Staður: Garðabær

Staða á velli: Allar stöður nema markmanninn en hentar mér best að vera á miðjunni

Treyjunúmer: 10      

Gælunafn: GPL eða Gausi

Hjúskaparstaða: Sambúð

Börn: 2 ungir menn

Bíll: Tesla

Uppáhalds…

...Lið í enska: Newcastle United      

...Fótboltamaður: Toni Kroos , Mezut Ozil , Fabregas , Zidane , Del Piero 😊

...Tónlist: U2 , Oasis, Queen

...Matur: Mæli með Þorskréttinum á tilverunni ( leynistaður sem er í hafnafirði ) muna að hringja á undan sér stundum nenna þau ekki að vinna og þá er bara lokað . (Steiktur þorskur með hvítlauksristuðum humri og sveppum)

...Leikmaður í mfl.kvk: Kristín Dís

...Frægasti vinur þinn: Kári Ársælsson

...Staður í Kópavogi: Kópavogsvöllur

Hver í mfl er.…

...Fyndnastur: Líklega Bjarni minn en annars hef ég fáránlega gaman að Gísla 😊

...Æstastur: Erum líklega nokkrir að keppa um þetta en hendi þessu á Gísla til að bjarga mér

...Rólegastur: Anton Ari líklega sá allra rólegasti

...Mesta kvennagullið: Bjarni Þór Hafstein !!!!!!!!!!!

...Líklegur í að vinna gettu betur: Líklega ég enda vinn ég allar spurningakeppnir en set þetta á Elfar Helgason. Er eldklár á bókina enda að kenna hálfu liðinu

...Lengst í pottinum: Því miður búin að vera bilaður í allan vetur og loks þegar hann var komin í lag var hent á okkur sóttkví en þetta er líklega King of PaNda GaNg

...Gengur verst um klefann: Benedikt Waren / Karl Friðleifur getum orðað það þannig að það var búið að setja þá í sóttkví áður en þetta byrjaði allt saman 😊 

...Með verstu klippinguna: King of Panda Gang

Bestur á æfingu: Höggvélin, Viktor Karl, Gísli, Lexi og Vöm líklegir vil ekki setja mig væri kjánalegt. Hendi þessu á Viktor Karl er orðin markavél eftir að hann fann hvar markið er

Að lokum, hvað er Breiðablik: Metnaðarfullt félag sem hefur háleit markmið og setur alltaf stefnuna á að bæta sig á öllum sviðum á hverjum degi. Bara eitt sem kemur til greina á þessu tímabili 😊

Ekki bara fótboltamaður

Skemmtilegt innslag frá Guðjóni Pétri með strákunum sínum ásamt rándýrum heilræðum!

Evrópuúrval Guðjóns Péturs

Við fengum Guðjón Pétur til að fara í smá leik með okkur þar sem hann velur sitt úrvalslið úr þeim fjölda Blika sem hafa farið til erlendra liða á þeim 40 árum sem liðin eru frá því að Sigurður Grétarsson fór fyrstur Blika í atvinnumensku árið 1980. 

image

Evrópublikar Breiðabliks 1980 - 2020

Um 50 leikmenn meistaraflokks karla hjá Breiðablik hafa farið, verið seldir eða lánaðir til liða erlendis síðustu 40 ár.

image

/POA

Til baka