BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Meistaraflokkur karla leikmannakynning 2020: Damir Muminovic

03.05.2020 image

“Hver er maðurinn?” Kynning á leikmönnum meistarflokks karla keppnistímabilið 2020. Varnarmaðurinn sterki Damir Muminovic keyrir maí prógramið í gang.

image

Fullt nafn: Damir Muminovic

Fæðingardagur og ár: 13 maí 1990

Staður: Zajecar/Serbía

Staða á velli: Varnarmaður

Treyjunúmer: 4

Gælunafn: Damsi..mjög skrítið

Hjúskaparstaða:

Börn: 5 ára prinsessa og 2 ára prins

Bíll: Kia

Uppáhalds….

…Lið í enska: Chelsea

…Fótboltamaður: John Terry

…Tónlist: Ég hlusta mikið á gamalt hip hop,en get svo sem hlustað á allt

…Matur: Nautasteik hjá mömmu Önnu

…Leikmaður í mfl.kvk: Berglind Björg.. we go way back siðan í Hjallaskóla, Andrea Rán getur verið skemmtileg af og til líka

…Frægasti vinur þinn: Gulli Gull

…Staður í Kópavogi: Blikalundur

Hver í mfl er.…

…Fyndnastur: Elli spænski minn

…Æstastur: Gausi...aldrei rólegur

…Rólegastur: Símasjúki Anton Ari

…Mesta kvennagullið: Sierra Leonski Kwame minn

…Líklegur í að vinna gettu betur: Spænski

…Lengst í pottinum: Gausi, Davið Ingvars, Viktor Bökk

…Gengur verst um klefann: Gausi og Benó... þetta er ekki hægt.

…Með verstu klippinguna: Binni Willums... þetta er bara eitthvað

…Bestur á æfingu: Erfitt að eiga við Gísla þegar hann er í stuði

Að lokum, hvað er Breiðablik: Breiðablik er mitt annað heimili.

Ekki bara fótboltamaður

Himnastiginn í Kópavogi tekinn í nefið þessari klippu Damirs.

Evrópuúrval Damirs

Við fengum Damir til að fara í smá leik með okkur þar sem hann velur sitt úrvalslið úr þeim fjölda Blika sem hafa farið til erlendra liða á þeim 40 árum sem liðin eru frá því að Sigurður Grétarsson fór fyrstur Blika í atvinnumensku árið 1980. 

image

Evrópublikar Breiðabliks 1980 - 2020

Um 50 leikmenn meistaraflokks karla hjá Breiðablik hafa farið, verið seldir eða lánaðir til liða erlendis síðustu 40 ár.

image

/POA

Til baka