BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Meistaraflokkur karla leikmannakynning 2020: Arnar Sveinn Geirsson

19.04.2020 image

“Hver er maðurinn?” Kynning á leikmönnum meistarflokks karla keppnistímabilið 2020. Bakvörðurinn Arnar Sveinn Geirsson kynntur á þessum sunnudegi.

image

Fullt nafn: Arnar Sveinn Geirsson

Fæðingardagur og ár: 30. ágúst, 1991

Staður: Fæðingarstaður er Valencia, Spáni - en ég bý í 101 í dag

Staða á velli: Hægri bakvörður

Treyjunúmer: 18

Gælunafn: Fjölskyldan (systkini aðallega) kallar mig Assa, einhverjir kalla mig Vedder, en fæstir fá að kalla mig annað en Arnar Sveinn

Hjúskaparstaða: Á lausu

Börn: Ekkert barn ennþá, þó að ég ætti að telja Davíð Ingvars sem barnið mitt miðað við hversu miklum tíma ég eyði í að ala hann upp.

Bíll: VW Golf

Uppáhalds….

…Lið í enska: Arsenal

…Fótboltamaður: Thierry Henry

…Tónlist: Alæta

…Matur: Pizza

…Leikmaður í mfl.kvk: Hildur Antons

…Frægasti vinur þinn: Björn Bragi

…Staður í Kópavogi: Kópavogsvöllur

Hver í mfl er.…

…Fyndnastur: Viktor Örn

…Æstastur: Bjarni

…Rólegastur: Anton Ari

…Mesta kvennagullið: Viktor Örn, eða Vömarinn eins og stúlkur landsins kalla hann

…Líklegur í að vinna gettu betur: Elli

…Lengst í pottinum: GPL

…Gengur verst um klefann: Kalli, eða Khal Drogo eins og hann kallar sig

…Með verstu klippinguna: GPL, hann klippir sjálfan sig og mætir reglulega með hausinn á sér í tómu tjóni

…Bestur á æfingu: Gísli Eyjólfs og Höggi, get ekki valið á milli þeirra því miður.

Að lokum, hvað er Breiðablik: Fjölskylda þar sem enginn er mikilvægari en klúbburinn.

Ekki bara bakvörður

Hvað gerir bak-vörðurinn Arnar Sveinn við rauðvinsflösku, döðlur, ananas og dass af hvítlauksolíu?

Evrópuúrval Arnars Sveins

Við fengum Arnar Svein til að fara í smá leik með okkur þar sem hann velur sitt úrvalslið úr þeim fjölda Blika sem hafa farið til erlendra liða á þeim 40 árum sem liðin eru frá því að Sigurður Grétarsson fór fyrstur Blika í atvinnumensku árið 1980. 

image

Evrópublikar Breiðabliks 1980 - 2020

Um 50 leikmenn meistaraflokks karla hjá Breiðablik hafa farið, verið seldir eða lánaðir til liða erlendis síðustu 40 ár.

image

/POA

Til baka